Kaupa miða / Buy Tickets
Tvíund flytur frumsamda tónlist fyrir hljómborð, fiðlu og rödd föstudagskvöldið 15. júní.
Tvíund skipa tónlistarkonurnar Ólöf Þorvarðsdóttir (Olla) og Guðrún Edda Gunnarsdóttir (Gedda). Þær stofnuðu Tvíund 2016 og þetta eru þriðju tónleikarnir þeirra. Tónlist þeirra er einlæg, oft dramatísk, spunaofin og klassískt innblásin undir áhrifum frá íslenskum og austurevrópskum þjóðlagastíl og endurreisnartónlist. En fyrst og fremst er hún þeirra eigin rödd, þeirra taktur, þeirra dans. Og hvert verk er óvissuferðalag, hér eru engar nótur, bara hljóð í núinu. Kannski er einhver fyrirfram ákveðin hugmynd eða mynstur, einhver tilfinning, eitthvað nafn. En annars er þetta bara spurningin um að hlusta, að finna til, að týna, að finna, að treysta, að sleppa.
Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.000 krónur.
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
Tvíund performs original music for keyboard, violin and voice on Friday the 15th.
Tvíund consists of the musicians Ólöf Þorvarðsóttir (Olla) and Guðrún Edda Gunnarsdóttir (Gedda). They created Tvíund in 2016 and this is their third performance. Their music is sincere, often dramatic, mostly improvised and inspired by classical music, influenced by Icelandic and Eastern European folk-music style and renaissance music. But first and foremost it is their own voice, their own rhythm, their own dance. And each piece is a journey into the unknown, there is no written music, only sounds in the now. Perhaps there is a predetermined idea or pattern, a certain emotion, a specific name. But other than that it is just a question of listening, loosing, finding, trusting or letting go.
Doors open kl. 20:30 - Tickets are 2.000 krónur.