Kaupa miða / Buy Tickets
Daníel Friðrik og Megas stíga á stokk í Mengi miðvikudaginn 1. ágúst.
Efni þessarra hljómleika eru ný og eldri lög sem ekki hafa birst alþýðu manna með einum eða öðrum hætti. Þessi lög hafa ekki verið réttu lögin á þetta eða hitt prógrammið eða líktog fallið milli skips og bryggju orðið útundan án þess að hafa nokkuð til þess unnið. Nýrri söngvar eru tækifærisafurðir afkvæmi augnabliks sem ef svo má segja hefur frosið. Ennfremur eru nokkur sýnishorn frá verkum í vinnslu og eiga sér máski glæsta framtíð í óorðinni nútíð í það minnsta í vikunni með sunnudögunum sjö. Fúlsið nú ekki við krásunum lömbin mín.
Húsið opnar kl. 20:30 - Tónleikarnir hefjast kl. 21:00
Miðaverð er 3.000 krónur og hægt er að tryggja sér miða á www.midi.is