Back to All Events

Menningarnótt í Mengi: Halldór Eldjárn & CGFC: Nauhj! laboratory

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

NAUHJ! A visual laboratory.

CGFC + Halldór Eldjárn

Halldór Eldjárn og fjöllistahópurinn CGFC standa fyrir 5 klst löngum gegnumgangandi gjörningi og innsetningu í Mengi á milli 13 og 18 á Menningarnótt. Þar mun samstarfshópurinn setja upp NAUHJ! rannsóknarstofu og gera tilraunir með analog tæknibrellur, tónlist, lazer og garn. Klukkan 15 verður frumsýning á nýju tónlistarmyndbandi við nýtt lag frá Halldóri, NAUHJ!, og er sýningin samofin gjörningnum.

CGFC er fjöllistahópur sem hefur sýnt leiksýningar, gjörninga, innsetningar og vídeó um öll norðurlöndin (nema Grænland) og samanstendur af:

Arnari Geir Gústafssyni, hreyfiskúlptúrgerðarmanni,
Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur, geimhönnuði,
Birni Jóni Sigurðssyni, hlæhlæsmíðameistara
og Ýri Jóhannsdóttir, sjónrænni jafnvægislistakonu.

Húsið er opið öllum og frítt inn.

Earlier Event: August 17
Mali Sastri & Tvíund