Kaupa miða / Buy Tickets
Kristín Anna mun leika nýtt og eldra efni úr eigin smiðju.
Í byrjun júlí kom hún þrisvar sinnum fram á Eaux Claire hátíðinni í Wisconsin, en hún er haldin af Aaron Dessner úr The National og Justin Vernon (Bon Iver) í heimabæ hins síðarnefna.
Breiðskífa með píanótónlist hennar kemur út á vegum PEOPLE samsteypunnar í ágúst og önnur breiðskífa „I Must Be The Devil“ kemur út á Bel-Air Glamour í september. Í júlí gerði hún með Ragnar Kjartanssyni og Allan Sigurðssyni myndband við lagið Forever Love af "I Must Be The Devil".
Kristín Anna - Forever Love
https://www.youtube.com/watch?v=odCHUQx5HlU
Á tónleikunum í Mengi mun Kristín Anna njóta liðveislu Daníels Friðriks Böðvarssonar.
Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð er 2.500 kr.
Kristín Anna hefur komið víða við á tónlistarferli sínum. Hann hófst með hljómsveitinni múm árið 1998. Um áraraðir kom hún fram sem Kría Brekkan og flutti tónlist eða gjörnina. Kristín Anna var harmónikkuleikari Stórsveitar Nix Noltes meðan hún var og hét og hefur leikið og sungið inn á plötur hjá Animal Collective, Mice Parade og Slowblow. Hún var einnig meðlimur í Leikhúsi Listamanna og hefur fengist mikið við sviðs- og gjörningarlistir. Þá er hún náinn samstarfmaður Ragnar Kjartanssonar, en hún kemur fram í fjölda verka hans og semur og spilar í hljómsveitinni All Star Band.
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
Kristín Anna will perform new and older material for piano and voice in Mengi.
In July Kristín Anna performed her piano music at Eaux Claire Music and Art Festival in Wisconsin. The festival is organized by Aaron Dessner of The National and Justin Vernon (Bon Iver) in Justin´s hometown.
And album with her piano music is being released in limited edition by PEOPLE in august, and another proper one title "I Must Be The Devil" is due in september on Bel-Air Glamour.
She started her musical career in the band múm in 1998. As Kría Brekkan she started performing her piano music and put out off-the radar releases between 2006 – 2015. In 2015 she released an improvised ambient album and art title HOWL on Ragnar Kjartansson´s Bel-Air Glamour Records.
Kristín Anna has collaborated with artist such as Animal Collective, Mice Parade, Slowblow, Aaron and Bryce Dessners, Guy Maddin, Hrafnhildur Arnardóttir and Ragnar Kjartansson.
She performs and/or acts in many of Ragnar´s installations and last month they created a video to one of the songs on her forthcoming album:
Kristín Anna - Forever Love
https://www.youtube.com/watch?v=odCHUQx5HlU
For the concert in Mengi Kristín Anna will be joined by Daníel Friðrik Böðvarsson.
Doors at 20:30 - Tickets 2.500 kr.