Back to All Events

Skúli Sverrisson

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Kaupa miða / Buy Tickets

Skúli Sverrisson fer með okkur í ferðalag um sinn einstaka tón- og hljóðheim sem hann hefur skapað á löngum og farsælum ferli.

Tónleikar hefjast klukkan 21, húsið verður opnað klukkan 20:30.
Miðaverð: 2500 krónur.

°°°°°°°°°°°°°°°°°

Skúli Sverrisson takes us on a journey through the unique musical world he has created in his long and successful career.

The concert starts at 21. The house opens at 20:30
Tickets 2500 kr.

°°°°°°°°°°°°°°°°°

Tónskáldið Skúli Sverrisson hóf atvinnuferil sinn á bassa aðeins 14 ára gamall. Eftir að hafa leikið inn á fjölda hljómplatna á Íslandi lá leiðin í Berkley School of Music og að loknu námi þar fluttist hann til New York. Síðustu tvo áratugi hefur Skúli byggt upp einstakan feril sem samanstendur af tónsmíðum og iðkun eigin tónlistar annars vegar og hins vegar margbreytilegu samstarfi við breiðan hóp alþjóðlegra listamanna. Mætti þar helst nefna fjöllistakonuna Laurie Anderson sem hann starfaði sem tónlistarstjóri fyrir, free jazz goðsagnir á borð við Wadada Leo Smith og Derek Bailey, brautryðjendur eins og Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian og Arto Lindsay og tónskáld og flytjendur í nýrri tónlist, svo sem Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur og Sidsel Endresen. Einnig er Skúli þekktur fyrir bassaleik sinn með hljómsveitinni Blonde Redhead og fyrir starf sitt sem upptökustjóri Ólafar Arnalds.

Þegar Skúli flutti heim til Íslands stofnaði hann ásamt öðrum Mengi á Óðinsgötu sem hefur verið undir listrænni stjórn hans frá upphafi starfseminnar í desember 2013. Hann hefur tvisvar leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands en einnig samið verk fyrir sveitina og rödd Ólafar Arnalds við ljóð Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Hann hefur átt farsælt samstarf við Víking Heiðar Ólafsson, samið fyrir hann og komið fram með honum og á hátíðum á hans vegum sem og gert nýjar útsetningar á verkum fluttum af honum. Einnig hefur hann starfað náið með Megasi síðustu ár. Nýjasta útgáfa Skúla er dúóplata með Bill Frisell þar sem þeir leika verk eftir Skúla.

Skúli hefur verið flytjandi á yfir 100 hljómplötum og leikið vítt og breitt um heiminn. Hann hefur unnið sjö sinnum til Íslensku tónlistarverðlaunanna, t.a.m. Plötu ársins fyrir Seriu I og Jassplötu ársins fyrir The Box Tree ásamt Óskari Guðjónssyni en á báðum plötum var um tónsmíðar Skúla að ræða. Einnig hefur hann tvisvar hlotið tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.


°°°°°°°°°°°°°°°°° 

Composer Skúli Sverrisson started playing bass professionally only 14 years old. After playing on many Icelandic records he went to Berkley School of Music and after his studies he moved to New York. In the last two decades Skúli has built a unique career, on one hand as a composer and instrumentalist on his own music and the other hand as a collaborator with a very broad spectrum of international artists. He was a musical director for artist Laurie Anderson, played with free jazz legends such as Wadada Leo Smith and Derek Bailey, performed with revolutionaries like Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian and Arto Lindsay and collaborated with new music composers and performers such as Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir and Sidsel Endresen. Skúli is known for his bass playing on the records of Blonde Redhead and also for his work as the producer the records of Ólöf Arnalds.

When Skúli moved back to Iceland he co-founded Mengi on Óðinsgata and has been the artistic director for the institution since the beginning in December 2013. He has twice been a soloist with The Icelandic Symphony Orchestra. He has also composed a piece for the orchestra and Ólöf Arnalds’s voice to the words of Guðrún Eva Mínervudóttir. He has had a fertile work relationship with Víkingur Ólafsson, written new music for him, performed with him and created remixes of his recordings. He has also worked closely with the legendary Icelandic singer Megas. The latest release of Skúli is a duo-record with Bill Frisell where they play Skúli’s compositions.

Skúli has performed on over 100 records and played all over the world. He has seven times won the Icelandic Music Awards, for example the Record of the Year for Seria I and the Jazz Record of the Year for The Box Tree with Óskar Guðjónsson. Both records represented Skúli’s compositions. Skúli has also twice been nominated for the Nordic Council Music Price.

Later Event: September 26
Hist Og