Kaupa miða / Buy Tickets (UPPSELT/SOLD OUT)
ADHD í Mengi föstudaginn 28. september kl. 21:00
Húsið opnar kl. 20:30 - Miðaverð. 3.000 kr.
Hljómsveitin AdHd hefur verið starfrækt í áratug eða rétt rúmlega það. Á þessum tíu árum hefur sveitin gefið út 6 plötur og er sú 7. í vinnslu þegar þessi orð eru rituð. Hljómsveitin hefur undanfarin ár ferðast um víðan völl og leikið á tónleikum um alla Evrópu.
Hljómsveitin spilar afar sjaldan á Íslandi en föstudagskvöldið 28. september mun sveitin koma saman í Mengi og spila lög, gömul og nýrri af nálinni. Það verður mjög gaman að sögn hljómsveitarmeðlima!
Þeir leika tvö sett í Mengi og við bendum á að sætaframboð er mjög takmarkað. Tryggið ykkur miða á www.midi.is.
ADHD eru:
Óskar Guðjónsson: saxófónn
Ómar Guðjónsson: gítar, bassi
Tómas Jónsson: hljómborð
Magnús Trygvason Eliassen: trommur og ásláttarhljóðfæri
Ljósmynd: Spessi