Back to All Events

Ólöf Arnalds & Teitur Magnússon

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Ólöf Arnalds vinnur nú að fimmtu breiðskífu sinni sem væntanleg er á haustmánuðum 2019. Hún mun flytja lög af þeirri plötu ásamt nokkrum eldri.

Í samvinnu við Skúla Sverrisson hefur Ólöf verið að þróa verkefni sem nefnist Slow Music; hæg sungin ljóð eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og hana sjálfa.

Ólöf Arnalds er lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður. Hún hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur gefið frá sér fjórar rómaðar plötur og er sú fimmta á leiðinni. Hún kemur reglulega fram á tónleikum víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin.

---

Teitur Magnússon ætti að vera íslenskum tónlistarunnendum góðkunnur en fyrsta plata hans undir eigin nafni, 27, fékk frábærar viðtökur, bæði hlustenda og gagnrýnenda er hún kom út síðla árs 2014. Hljómplatan var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna sem og þeirra íslensku. Áður hafði Teitur gert garðinn frægan sem söngvari og lagahöfundur í reggae-sveitinni Ojba Rasta. Nýjasta plata hans Orna kom út 2018 og hlaut frábærar viðtökur.

Húsið opnar kl. 20.30 - Miðaverð er 2.500 krónur

∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Ólöf Arnalds will perform new tracks from her album to be released this fall, as well as new material composed with Skúli Sverrisson.

Ólöf Arnalds is a multi-instrumentalist and a composer with an exceptional voice. She has released four acclaimed albums. She has been active within the Icelandic music scene since the early 2000s. She was a touring member of múm for five years from 2003 before launching her solo career. She has collaborated with bands and artists such as Björk, Stórsveit Nix Noltes, Mugison, Slowblow and Skúli Sverrisson.

---

Teitur Magnússon released his first solo album, 27 in 2014 to great acclaim, the record nominated for the Nordic Music Prize as well as the Icelandic Music Prize. Teitur has been the front man of the reggae-band Ojba Rasta. His new album Orna was released in 2018 to critical acclaim.

Doors 20:30 - Show Starts 21:00 - Tickets 2500kr

Earlier Event: February 8
Ben Frost | Widening Gyre