Back to All Events

Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Meðstofnendur Mengis, Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds flytja eigin lög og ljóð, gömul og ný. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Miðaverð er 2500 kr.

Ólöf Arnalds, lagahöfundur, söngkona og þúsundþjalasmiður, hefur um árabil skipað sér í röð áhugaverðustu tónlistarmanna Íslands. Hún hefur sent frá sér rómaðar sólóplötur: Við og við (2009); Innundir skinni (2010), Ólöf Sings (2011), Sudden Elevation (2013) og Palme (2014).

Skúli Sverrisson, bassaleikari og tónskáld hefur verið í framvarðarsveit íslenskra tónlistarmanna og hefur starfað með stórum hópi tónlistarmanna á borð við Terje Isungset, Eyvind Kang, Hilmar Jensson, Laurie Anderson, Blonde Redhead, Wadada Leo Smith, David Sylvian, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Jim Black, Yungchen Lhamo, Óskar Guðjónsson og fleiri og fleiri. Nýjasta plata Skúla er Saumur, gefin út af Mengi, sem hefur að geyma tónlist Skúla, Hilmars Jenssonar og Arve Henriksen.


~~~~


Mengi founders Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson will give a performance of their own songs and lyrics. Concert starts at 9 pm and tickets are 2500 ISK

Earlier Event: June 28
A night of improvised music
Later Event: July 2
Tacet Tacet Tacet & Unnur Malín