Back to All Events

SMENGI #6 | Smekkleysa x Mengi á Þjóðhátíðardaginn

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Smengi#6 verður í þjóðhátíðarstuði á 17. júní!

Reykjavík Batucada (live) undir stjórn Samúels Jóns Samúelssonar hefur dagskrá með sturluðu stuði fyrir gesti.

Í tilefni dagsins verður einnig handklapp þema hjá plötusnúðum Smengis, eitthvað sem enginn hefur hugsað útí þangað til núna!
Því er nauðsynlegt að mæta með lófana eða klapphanskana.
5 tímar af tónlistarsögunni þ.e.a.s. þeim lögum þar sem lófunum er klappað saman, elektrónískum eða ANALOG!!!!!!

arnar breki solo project: handklapp-þemað dj sett
björk: handklapp-þemað dj sett
jón guðrún-carlosson: klapp-performans

Að venju verður opið á báðum stöðum, dagskrá með lifandi tónlist og plötusnúðum og útiborð ef veður leyfir. Gleðilega hátíð!

Með klappkveðju,
Smengingjarnir í Mengi og Smekkleysu!