Krosssaumur
Performans-innsetning f. huldu og saumavél eftir Pétur Eggerts í samstarfi við Lilju Maríu Ásmundsdóttur
Í Krosssaumi er sniðmengi tónlistar og saumaskaps skoðað til hlítar og verður boðið upp á langtíma tónlistargjörning sem lýkur með útsaumuðum tónskúlptúr sem gestir geta virt fyrir sér að lokum.
Saumavélin minnir á margt úr heimi tónlistar. Efnisbútum er fléttað saman í fyrirfram ákveðin form, efnin geta verið misjöfn á lit og áferð og vekja fram ýmsar ólíkar tilfinningar meðal þeirra sem klæðast eða sjá afurðina. Saumavélin virkar þannig sem raftónlistarforrit, þar sem hljóð eru klippt í sundur og saumuð saman eftir mismunandi aðferðum. Efnum er blandað saman, áferð og lit er breytt og að lokum situr eftir hljóðskúlptúr, tilbúinn til neyslu. Í flutningi á skrifaðri tónlist má einnig finna líkindi við saumavél. Með nákvæmni og kostgæfni eru fyrirframgefnum tónefnum fléttað saman. Þau eru lituð með flutningsaðferðum og gestúrum, og því meiri æfing, því faglegri vinnubrögð og fallegri niðurstaða. Saumavélin er þá samtímis eins og hljóðfæri, taktfastur mótorinn og hljóðið sem heyrist þegar nálinni er stungið í misjöfn efni eru bæði spennandi áheyrnar og bjóða upp á marga möguleika. Hljóðfærið “hulda” býður upp á einmitt bæði hljóð og lýsingu og þótti því tilvalið í þá tónlistar alkemíu sem verður við völd. Húsið verður opið frá kl 17 þegar saumaskapur og tónlistarflutningur hefst og geta gestir gengið inn og út að vild og notið hljóða, ljósa og áferða.
Lilja María Ásmundsdóttir hefur nýlokið meistaranámi í tónsmíðum frá City, University of London undir handleiðslu Claudiu Molitor. Hún hlaut Robert Anderson skólastyrkinn frá City en einnig hlaut hún verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á MA braut skólans. Í verkum sínum kannar Lilja mörk listgreina, þá helst myndlistar og tónlistar. Hún hefur m.a. komið fram í The Brunel Museum í London, Myrkum músíkdögum, Hljóðön í Hafnarborg, Iklectik í London og Mengi. Sumarið 2016 hlaut hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að þróa hljóð- og ljósskúlptúrinn Huldu en verkefnið var eitt af fimm verkefnum tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Sem flytjandi einbeitir Lilja sér að flutningi 20. aldar tónlistar og samtímatónlistar. Hún lauk BMus prófi í píanóleik vorið 2016 frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peters Máté. Nú stefnir Lilja á doktorsnám í tónsmíðum við City, University of London. Námið hefst haustið 2019 og hefur Lilja hlotið fullan styrk frá skólanum til þriggja ára.
Pétur Eggertsson er Reykvískt tónskáld, búsettur í Oakland, Californiu. Tónsmíðar hans fara þvert á listgreinar en hann rannsakar hvernig önnur efni en hljóð geta nýst í tónlist, m.a. mynd, hreyfing, konsept o.fl. Myndlist, leikhús og aðrir heimar blandast við tónlistina og bætta við nýrri vídd, umfram hljóð og samhljóm. Hann hefur gert þverfaglegar tilraunir með hljóðfæri, notkun tækni og gagnvirkni og þróað nýjar tegundir nótnaskriftar. Verk hans leitast við að afbyggja hlutverk flytjandans, rannsaka hlutverk skora og að gera myndræna þætti að sjálfstæðu tónefni. Hann útskrifaðist með BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og hóf sama ár framhaldsnám í tónsmíðum við Mills College í Oakland, Kaliforníu undir handleiðslu Zeenu Parkins og Laetitia Sonami. Pétur er meðlimur í GEIGEN, Lion’s Cubs og Skelkur í bringu.
www.petureggerts.com
Frítt inn | Sýning hefst 17:00
Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði RÚV og STEF
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
Performance-installation for hulda and sewing machine by Pétur Eggerts in collaboration with Lilja María Ásmundsdóttir
In Crossstitch, the intersection between music and sewing is examined and presented as a prolonged music performance which culminates in a tailored musical sculpture which guests can view after completion.
The sewing machine recalls many factors from the realm of music. In sewing, materials are stitched together into specific forms. They can be varied in colour and texture and evoke various emotions within those who wear or view the product. The sewing machine thus acts as music software, where sounds are spliced and stitched with various methods. Materials are blended together, texture and colour are enhanced and in the end we have a sonic sculpture, ready to be consumed. In classical performance you can also recall gestures related to sewing. The sewing machine can function as an instrument, with mesmerizing sounds from the motor and the needle puncturing different materials. The instrument “hulda” offers both sound and light which makes it an ideal sonic companion for the sewing machine during the musical alchemy which takes place. Doors are open at 5pm when sewing and music commence and guests are free to walk in and out of the space while enjoying sound, light and texture.
Lilja María Ásmundsdóttir recently graduated with an MA in composition from City, University of London where she studied with Claudia Molitor. She received the Robert Anderson Scholarship from City and also an award for outstanding accomplishment in the University’s Master program. In her pieces, Lilja explores the borders between art disciplines, especially music and visual art. She has performed in The Brunel Museum in London, Dark Music Days, Hljóðön, Iklectick in London and Mengi. In the Summer of 2016 she recieved a grant from the Icelandic Student Innovation Fund to develop the sound and light sculpture Hulda and was one of five projects nominated for the President’s Award for Innovation. As a performer, Lilja focuses on music from the 20th and 21st centuries. She recieved a BMus degree in piano performance in 2016 from The Iceland University of the Arts. Lilja will commence a doctorate program in composition at City, University of London in the fall of 2019. Lilja has a full scholarship for three years.
Pétur Eggerts is a composer from Reykjavík, currently based in Oakland, California. His compositions have cross-disciplinary results and research how other materials than sound, like images, motions and scents can be used in the act of making music. Visual art, theatre and other practices blend with the music and add new dimensions, beyond sound and harmony. His experiments include extended uses of instruments, technology and interactivity, non-traditional and original scores and the interplay of movement and sound. His pieces deconstruct the role of the performer and non-sonic elements become independent musical material. He graduated with a BA degree in composition from the Iceland University of the Arts in 2018 and enrolled that same year in the MA program in composition at Mills College where he studies with profs. Zeena Parkins and Laetitia Sonami. Pétur is a member of GEIGEN, Lion’s Cubs and Skelkur í bringu.
www.petureggerts.com
Free Entry | Show starts 17:00
The event is funded by the RÚV & STEF Composer's Grant
Back to All Events
Earlier Event: August 15
SMENGI #7
Later Event: August 17
Risastórt teknópartí!