Back to All Events

Innri felustaður - Mikael & Lilja

Innri felustaður - Mikael & Lilja

Systkinin Mikael Máni Ásmundsson og Lilja María Ásmundsdóttir skipa dúóið Innri felustaður en þau munu halda í tónleikaferðalag í lok júlí. Lokatónleikarnir verða í Mengi 9. ágúst kl. 21:00.

The duo Inner hiding place consists of the siblings Mikael Máni Ásmundsson and Lilja María Ásmundsdóttir. They will be touring in Iceland this summer. Their final concert will be in Mengi on the 9th of August at 21:00.

Mikael Máni Ásmundsson
rafgítar, spiladós og söngur / electric guitar, music box and voice
Lilja María Ásmundsdóttir
píanó, fiðla, söngur og raf / piano, violin, voice and electronics

Miðaverð er 2.000 kr. / Tickets are 2.000 kr.

https://www.mikaelmanimusic.com/
https://www.liljamaria.com/

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Í tónsmíðum sínum blanda systkinin saman bakgrunni sínum í jazz tónlist og sígildri samtímatónlist. Fyrir tónleikaferðalagið unnu þau að því að semja verk í 14 köflum þar sem þau studdust við sögu í
þjóðsagnakenndum stíl sem þau skrifuðu saman í fyrra en hún mun einungis birtast áheyrendum í gegnum tóna og hljóð. Köflunum í verkinu mætti skipa í tvo bálka. Annars vegar vinna þau með karakatereinkenni og hugarástand ákveðinna einstaklinga og hins vegar vinna þau með andrúmsloft sögunnar.

Dúóið notar fjölbreytta hljóðfæraskipan til að ná fram mismunandi litum og áferðum. Auk þess eru rafpartar í ákveðnum köflum verksins sem blandast saman við hljóðheim hljóðfæranna en þeir eru m.a. unnir úr umhverfishljóðum, heimagerðum spiladósum og hljóð- og ljósskúlptúrnum Huldu.

Verkefnið var styrkt af Tónlistarsjóði og Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

In their compositions they mix together their different backgrounds from jazz music and contemporary classical music. The siblings have been working on a piece in 14 short movements. The movements are based on a story in a folklorish style that they wrote together last year, but the story itself will only appear to the audiences through music and sounds. The movements of the piece could be divided into two categories. On the one hand they work with certain characteristics and the mindset of certain individuals in the story and on the other hand they use the atmosphere of the story as inspiration.

The duo will use a wide range of instruments to create different colours and textures of sounds. In certain movements there is also a part for electronics that merges together with the soundworld of the instruments. The electronics are based on environmental sounds, homemade music boxes and the sound and light
sculpture Hulda.

The project is funded by Tónlistarsjóður and Alþýðuhúsið.


Earlier Event: August 8
Parallel Tales