ATH! TÓNLEIKUM AFLÝST
Við ráðum ekki veðrinu og á Íslandi er jú allra veðra von.
Því miður hefur flugi Söru Grey til Keflavíkur verið aflýst og þar af leiðandi verðum við að hætta við tónleika hennar í Mengi í kvöld. Okkur þykir það miður, en vonumst til að fá hana til landsins við annað tækifæri.
Við bjóðum Sara Grey frá Bandaríkjunum hjartanlega velkomna í Mengi.
Sara syngur, spilar á banjó og segir sögur. Rödd hennar er mjög sérstök, á sama tíma kröftug og ljúf, með áberandi og fallegu tremóló sem krefst óskiptrar athygli áheyrendanna.
Hún kynntist fyrst tónlist Appalasíufjallanna á yngri árum
sínum í Norður-Karólínu og sú reynsla varð til þess að hún fékk ást á gamaldags banjótónlist og söngvum.
Sara býr nú í Maine og kemur við í Reykjavík á leið sinni til að spila í Skotlandi. Það er sérstök ánægja að geta loksins boðið henni að koma fram hér í Reykjavík.
Sara leikur sjálf undir á fimm strengja banjó. Vegna spilatækni sinnar er hún með réttu talin einn fremsti túlkandi hins ‚gamla‘ stíls. Jafnframt því að syngja og spila frábærlega, er hún einnig góð sagnakona. Hún sérhæfir sig í sögum frá norðurhluta
Nýja-Englands, en margar þeirra lærði hún af föður sínum.
Hún hefur gefið út fjölda platna en sú nýjasta heitir Better Days a Comin og var gefin út sumarið 2019.
Húsið opnar kl. 20:30 | Miðaverð er 2.500 kr.
∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞ ∞
PSA! CONCERT CANCELLED
Due to unforeseen circumstances, Sara Grey's concert at Mengi this evening will be cancelled. Grey's flight never took off from the US due to weather warnings in Iceland. We are sorry about that, but hope she can come and play a concert at Mengi in the near future.
Sara Grey is a singer, banjo player and story-teller from the United States. She has a certain quality of voice, simultaneously
powerful and sweet with a distinctive and lovely tremolo, that compels you to give her your undivided attention.
Sara now lives in Maine, USA, and it is a very special pleasure to be able to finally welcome her to perform in Reykjavík, on her way to play in Scotland.
Sara has acquired a huge repertoire of songs over the years, and one of the best things about her singing is that it reflects her great knowledge of and feeling for singing traditional songs and ballads.
Sara accompanies herself by frailing a five string banjo and, she is rightly regarded as one of the foremost exponents of the old-time style. As well as singing and playing superbly, she is also a fine story teller, specializing in stories from northern New England, many of which she learned from her dad.
The most recent of the many albums that she has recorded, titled Better Days a Comin, was released in the summer of 2019.
Doors at 8:30pm | Starts 9:00 pm | Tickets 2.500 ISK
https://www.saragrey.net/