Erkitíð 2020 | Hljóðfæraleikarar semja tónlist
(Ath. vegna samkomubanns munum við senda viðburðinn út í gegn um netið og lokað verður í Mengi á meðan).
Á efniskrá strengjakvartettsins Sigga laugardaginn 18. mars verða frumflutt fjögur ný tónverk sem samin eru af þremur hljóðfæraleikurum og tónskáldi. Hér stíga fram þrír af fremstu hljóðfæraleikurum Íslands og semja tónlist fyrir strengjakvartett eftir sínu höfði en það eru þau
Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari,
Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari
og Pétur Jónasson gítarleikari.
Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa flutt og frumflutt ógrynni nýrra tónverka í gegnum tíðina. Þau nota öll tónsmíðaforritið CalmusComposer við sköpun verkanna en forritið byggir m.a. á gervigreind sem opnar möguleika á nýrri nálgun við sköpun tónlistar.
Auk hljóðfæraleikaranna tekur kvikmyndatónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson þátt í tónleikunum en hann beytir hliðstæðri tækni við samningu síns verk.
Hljómleikarnir hefjast kl. 20:00 og standa í um 30 mínútur. Hægt verður að greiða aðgang að tónleikunum með frjálsum framlögum (meira um það síðar) sem renna að mestu til Erkitíðar.
Verkin eru eru styrkt af Tónskáldsjóði STEFs og RÚV.
Tónleikarnir eru styrktir af ErkiTónlist sf og Reykjavíkurborg.