Teit Magnússon þarf vart að kynna fyrir íslenskri alþýðu. Eftir að hafa gefið út reggí tónlist með Ojba Rasta vakti Teitur athygli undir eigin nafni árið 2014 með sólóplötu sinni 27. Platan innihélt skynvillu-skotið dægurlagapopp og var fylgt eftir með plötunni Orna árið 2018 við góðan orðstír. Þannig var Teitur nýverið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir lag sitt Skriftargangur.
Gunnar Jónsson Collider hefur gefið út raftónlist á íslenskum og erlendum útgáfum síðan 2015, þegar hann var tilnefndur til Kraumsverðlaunanna fyrir plötu sína Apeshedder. Eftir að hafa endurhljóðblandað samstarf Teits og dj. flugvél og geimskip, Lífsspeki, hófst listrænt samstarf milli Gunnars og Teits sem hefur nú gefið af sér smáskífuna Hvíti dauði.
Á tónleikunum leika þeir Teitur og Gunnar saman og sitt í hvoru lagi lög af ferlum sínum. Teiti innan handar verður einnig Leifur Björnsson sem gerði garðinn frægan með Low Roar.
Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2000 kr
——
Teitur Magnússon is no stranger to Icelandic music lovers. After a string of releases with pop reggae outfit Ojba Rasta, Teitur stepped into the limelight in 2014 with his solo album 27. The album contained pop music tinged with shades of psychedelia and tropicália, and was followed up with 2018’s Orna to critical acclaim. Teitur was recently nominated for an Iceland Music award for his Orna single Skriftargangur.
Gunnar Jónsson Collider has released electronic and ambient music on Icelandic and foreign labels since 2015, when he caught the attention of critics with his Apeshedder EP. After remixing Teitur and dj. flugvél og geimskip’s single Lífsspeki, Gunnar formed a collaborative relationship with Teitur which has now borne fruit with the single Hvíti dauði.
Teitur and Gunnar host together a concert at Mengi on the 12th of March at 9pm. Tickets are 2.000 kr.