Tumi Árnason & Magnús T. Eliassen koma fram í TÓMAMENGI á laugardag kl 20
Ath. vegna samkomubanns munum við senda viðburðinn út í gegn um netið og lokað verður í Mengi á meðan. Fylgist þið með á www.mengi.net, Youtube og Facebook síðu Mengis eða á www.vísir.is
Tumi Árnason er saxófónleikari úr Þingholtunum. Hann hefur veitt fjölbreyttum hópi tónlistarfólks liðsinni undanfarin ár. Hann er stofnmeðlimur hljómsveitarinnar Grísalappalísu, var partur af spunaútgáfunni Úsland Útgáfu, smíðar fyndin jólalög í Purumönnum auk þess að hafa komið fram með og hljóðritað fyrir fjölda tónlistarfólks og hljómsveita.
Magnús Trygvason Eliassen er slagverksleikari frá Vatnsenda og Noregi. Hann hefur meðal annars farið mikinn með hljómsveitum sínum ADHD, amiinu, Moses Hightower og Tilbury. Þess utan hefur þvílíkur aragrúi tónlistarfólks notið þjónustu hans að smíða þyrfti sennilega einhvers konar algrím til að færa það til bókar.
Útsendingin er í samstarfi við IÐNÓ, Vodafone og Vísir.is.
Okkur finnst mikilvægt að benda á það að yfirvofandi tekjumissir tónlistarmanna getur reynst þeim þungur baggi og því höfum sett upp 3 greiðsluleiðir til að auðvelda áhorfendum að styðja við þá:
👆 Með því að hringja í 901-7111 (1.000 krónur)
🤘 Með millifærslu á Kass í númerið 865-3644 (upphæð að eigin vali)
🤟 Með PayPal millifærslu á payment@mengi.net (upphæð að eigin vali)