Back to All Events

17. júní (t)(h)ryllingur í SMENGI!

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

- - - - E N G L I S H B E L O W - - - -

Elsku Smengistar!

Við erum að halda aðra stuð-pakkaða skemmtun á Þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Við byrjum daginn klukkan 16 í Smekkleysu á Skólavörðustíg 16 (Óðinsgötumegin) þar sem ýmsir plötusnúðar deila með okkur vel valinni tónlist og síðar færum við okkur yfir í Mengi þar sem Supersport og Skoffín troða upp! Við slúttum með DJ-setti frá tvíeykinu í We are not romantic sem munu halda uppi stuðinu.

Fram koma:

Supersport - Live
Skoffín - Live
Psyaka - DJ
Sakana - DJ
K.óla - DJ
og We are not romantic - DJ

Vonumst til þess að sjá sem flesta!!

Skoffín er póstpönkað verkefni Jóhannesar Bjarka Bjarkasonar Theolin og hefur hann gefið út breiðskífurnar "Skoffín hentar íslenskum aðstæðum" og "Skoffín bjargar heiminum. Post-dreifing gefur þær út.

Supersport! fæddist í Reykjavík haustið 2019, og var í upphafi afurð samstarfs Bjarna Daníels og Þóru Birgitar, sem áður unnu saman með hljómsveitinni bagdad brothers. Síðan þá hefur sveitin vaxið í umsvifum og er í dag dýnamískur ferhyrningur - Dagur Reykdal (úr Tucker Carlson’s Jonestown Massacre og Váru) og Hugi Kjartansson eru hinir tveir meðlimirnir. Verkefnið hefur þegar í stað vakið áhuga í reykvísku grasrótinni, enda eru allir meðlimir virkir skipuleggjendur hjá listasamlaginu post-dreifingu. Supersport! sækir sér innblástur víða að; popparakanónur á borð við Magga Eiríks og Paul McCartney, urrandi gítarrokk tíunda áratugarins, samtíma indie-folk, og B-hryllingsmyndir eru meðal áhrifavalda sveitarinnar. Hljómsveitin leggur auk þess mikla áherslu á DIT-hugmyndafræðina sem Post-dreifing hefur fyrir löngu gert fræga, og leggur sig fram um að vinna sem mest með öðru listafólki. Fyrsta smáskífa Supersport!; ,,Ég smánaði mig”, kom út hjá post-dreifingu í febrúar sl., og er EP-plata væntanleg síðar í júnímánuði.

K.óla (Katrín Helga Ólafsdóttir) er 22 ára Listakona frá Hafnarfirði.
Hún hefur gefið út 2 plötur með hljómsveitinni sinni Milkhouse, Baratís í Paradís, 2015. og Painted Mirrors, 2017. Hún hefur einnig gefið út sjálf 2 plötur í handgerðum umslögum.

- - - - E N G L I S H - - - -

Dear people of Smengi,

Smekkleysa and Mengi unite for a new edition of Smengi on Iceland's National Day, June 17, for live music and DJ at Smekkleysa Plötubúð and Mengi.

We hope to see all of you!

Performance by:

Supersport - LIVE
Skoffín - LIVE
Psyaka - DJ
Sakana - DJ
K.óla - DJ
og We are not romantic - DJ


Skoffín is an indie rock and roll band known for high energy shows. Their newest album is out here: https://post-dreifing.bandcamp.com/album/skoff-n-hentar-slenskum-a-st-um

Supersport! are originally centered around the songwriting partnership of guitarist Bjarni Daníel and bass player Þóra Birgit (both formerly of Reykjavík DIY dream punk icons bagdad brothers), Supersport! has evolved into a dynamic 4-piece project. Adding Dagur Reykdal (of Tucker Carlson's Jonestown Massacre) on drums and Hugi Kjartansson on lead guitar and keys, the band has already made an impact on the Reykjavík grassroots music scene, with all four members being active organizers within local arts collective Post-dreifing. Supersport! gathers inspiration from wherever it’s found - from Icelandic 70’s pop icons, to 90’s guitar rock, to contemporary indie folk, and even horror films. The band places a big emphasis on the DIT (Do-It-Together) ethos, and celebrates extensive collaborations with other artists, musical or not. Supersport!’s first single, “Ég smánaði mig” (e. “I’ve disgraced myself”) was released via post-dreifing in late february 2020, and a debut EP is expected this June.