Sum ykkar gætu hafa séð hið gríðargóða tríó ‘hist og’ á skjánum er þeir tróðu upp í Tómamengi nýverið. Hins vegar jafnast ekkert á við jazz eins og einhver orti og hvað þá í nærmynd og með eigin eyrum, en hljómsveitin mun koma fram fyrir opnum dyrum í Mengi miðvikudaginn 24. júní næstkomandi - það held ég nú!
Eiríkur Orri Ólafsson: trompet og trommuheili
Róbert Reynisson: rafmagnsgítar
Magnús Trygvason Eliassen: trommur
Tríóið hist og hefur verið duglegt við að hræra í pottunum með sínum slagþunga og þokukennda djasskokteil. Tríóið hefur gert góð mót víðsvegar um Reykjavík, þ.á.m. í Mengi, Jazzhátíð Reykjavíkur og á hinum rómaða bar Röntgen. Tríóið gaf út plötuna Days of Tundra árið 2019, sem var tilnefnd til Kraumsverðlaunanna, og hlutu þrjár tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2020. Days of Tundra hlaut viðurnefnið Spuni Ársins í samantekt Árna Matt í Morgunblaðinu yfir plötur ársins 2019. Í samantektinni segir meðal annars “Ef vel á að vera þurfa spunatónlistarmenn að þekkja hver annan svo vel að þeir viti fyrirfram hvert skal stefna. Þannig er því farið á plötunni Days of Tundra”.
Tríóið lauk upptökum á næstu plötu sinni fyrr í mánuðinum, og mun spila efni af henni á tónleikum kvöldsins.
Húsið opnar kl. 20:30 og tónleikarnir hefjast hálftíma síðar.
Miðaverð er 2.000 krónur.
—
Eiríkur Orri Ólafsson: trumpet, drum machine
Róbert Reynisson: electric guitar
Magnús Trygvason Eliassen: drums
Hist og, a trio, has been actively stirring the pot in Reykjavík’s experimental scene with its dissolving ladle of thumping beats and forgotten melodies. The trio released its debut, Days of Tundra in 2019 and received screams of adoration throughout the greater Reykjavík area, culminating in three nominations to the 2020 Icelandic Music Awards, a nomination to the Kraumur awards and a sparkling mention in Morgunblaðið as “Improv of the year”. The paper said (well, roughly:) “For things to go well, improv artists must know each other so well that they know where the wind is blowing before the breeze is felt. So it is with Days of Tundra”.
The trio just finished recording their second album earlier this month and will be playing material from the forthcoming album.
Doors open at 8:30pm | Event starts at 9pm
Tickets are 2.000 krónur