Fimmtudagskvöldið 25. júní fáum við til okkar góða gesti á Óðinsgötuna. En kvartett Óskars Guðjónssonar, MOVE mun leika fyrir gesti Mengis.
Óskar stofnaði kvartettinn MOVE til að takast á við sígildasta form jazztónlistar; lúður með píanótríói. Undanfarið ár eða svo hefur kvartettinn haft fastan æfingartima þar sem viðfangsefnið er leitin að eigin nálgun á hið hefðbundna form, hvort sem leikin eru sígild jazzlög eða eigin smíðar. Meðlimirnir eru virkir í íslensku tónlistarlífi, þar sem þeir hafa hver um sig skapað sér sérstöðu með persónulegri nálgun á fjölbreytt viðfangsefni.
Á stefnuskrá hljómsveitarinnar er plötuupptaka í sumar en útgáfudagur er ekki ákveðinn.
Kvartetinn knáa skipa:
Matthías M. D Hemstok á trommur
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa
Eyþór Gunnarsson á píanó
Óskar Guðjónsson á saxofón
Húsið opnar kl. 19:30 og hljómleikarnir hefjast kl. 20.
Miðaverð er 3.000 krónur
Back to All Events
Earlier Event: June 24
hist og
Later Event: June 26
D A P P L Y [ music video screening // concert // partííí ]