Dúó bera'neðan (Snæfríður Björnsdóttir og Agnes Eyja Gunnarsdóttir) og Andrés Þór sameina krafta sína og semja tónlist sem verður frumflutt 16. júlí í Mengi.
Á tónleikunum verður ný tónlist spiluð sem hópurinn semur saman. Hlutverk flytjenda og tónskálds verða strokuð út og þau öll semja og flytja tónlistina.
Snæfríður Björnsdóttir sópran og Agnes Eyja Gunnarsdóttir fiðluleikari eru klassískt menntaðar tónlistarkonur og luku B.Mus gráðum frá LHÍ síðasta sumar. Saman mynda þær Dúó Bera'neðan. Nafnið vísar vissulega til þess að engan bassa sé að finna í þessum dúett, en einnig býr tvíræðni þar að baki. Dúó Bera'neðan flytur nýja íslenska tónlist fyrir sópran og fiðlu og sleppir af sér beislinu hvað varðar framkomu og klæðaburð.
Það teldist til slúðurfrétta ef að söngkona kæmi fram í rifnum buxum og fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveitinni í snípstuttu pilsi. Klassíski tónlistarheimurinn er uppfullur af fullkomnunaráráttu, gríðarlega háum væntingum, reglum og fegurðarstöðlum. Snæfríður og Agnes Eyja hafa upplifað það sterkt að vera sífellt að bera sig saman við aðra og finnast þær ekki nógu góðar í sinni grein. Með Dúó Bera´neðan vilja þær brjóta fyrirfram gefnar reglur um framkomu, hljóðfæraskipan og útlit.
Andrés Þór er tónlistarmaður frá Hafnarfirði. Útskrifaðist frá LHÍ 2019 með BA í tónsmíðum. Hann vinnur mikið með flytjendur sem færast um rýmið og undir miklum áhrifum frá dans og leikhús vinnubrögðum.
Viðburður hefst 21:00 | Miðaverð er 1.000 kr.
Back to All Events
Earlier Event: July 15
SMENGI #11 | RYBA, Soddill + sideroject ásamt plötusnúðum!
Later Event: July 17
Útgáfutónleikar Special-K í Mengi // Cyber // DJ Dírgní