Back to All Events

Útgáfutónleikar Special-K í Mengi // Cyber // DJ Dírgní

  • MENGI 2 Óðinsgata Reykjavík, 101 Iceland (map)

Special-K er myndlistar- og tónlistarverkefni Katrínar Helgu Andrésdóttur. Tónlistinni hefur verið lýst sem „kaldhæðnu smábarna poppi“ og „depresso popp bangers“. Með bakgrunn í myndlist og klassískum píanóleik skapar Katrín heim með ólíkum miðlum svosem tísku, myndum og textum. Heim þar sem há- og lágmenning mætast í post-internet fagurfræði, flóknum hljómasamböndum og amatör blokkflautusólóum. Óuppfylltir frægðardraumar, ást og einmanaleiki á öldum samfélagsmiðla og loddaraheilkenni eru meðal umfjöllunarefna hennar, pökkuð inn í leikgleði og flutt af grallaralegri einlægni.

Frá árinu 2016 hefur hljómsveitin CYBER gefið út tónlist árlega. Fyrsta plata þeirra í fullri lengd „Horror“ hlaut góða dóma og viðurkenningar, meðal annars Kraum verðlaunin. CYBER hefur safnað í dyggan aðdáendahóp, að hluta til í gegnum samstarf sitt við hið hversdagslega strákaband Hatari sem CYBER hefur hitað upp fyrir á tónleikum í Evrópu. CYBER hefyr hlotið lof fyrir ýktar sviðsframkomur, allt frá því að endurskapa skrifstofu á sviði að því að láta hóp dragdrottninga bera sig á svið í líkkistu. Önnur plata CYBER í fullri lengd „Vacation“ kemur út 7. ágúst næstkomandi.

DJ Dírgní lokar kvöldinu.

Húsið opnar kl. 19:30 | Miðaverð er 2.000 krónur

∞ ∞ ∞ ∞ ∞

Special-K is an avant-garde musician and artist. Her music has been described as "depresso pop bangers" and “sarcastic baby pop”. Coming from a background of visual arts and classical music, she combines different elements like pop culture, fashion and poetry to create a universe of her own. The music is a mixture of rawness and sophistication, combining complex chord arrangements with amateur recorder flute solos etc. Themes like unfulfilled dreams of fame and glory, love and boredom in the age of tinder and impostor syndrome are to be found in her songs, delivered with a cheeky naïvety wrapped in playful instrumentations, so sincere it almost sounds sarcastic.

From 2016 CYBER have released projects yearly. Their debut album ‘HORROR’ received wide critical acclaim and won the Kraumur awards. CYBER have gained a dedicated following, partially through their work with totally normal boy band HATARI which CYBER has been opening for on their European tour. CYBER have been praised in the past for their extravagant live show, where they have done everything from creating an office on stage to being carried on stage in a coffin by drag queens. CYBER's second full length album VACATION is set to drop on August 7th!

DJ Dírgní sends us in to the night with good vibes.

Doors open at 19:30 | Tickets at the door for 2.000 kr.