Sæl á ný og gleðilegt árið!
TómaSMengi heldur áfram í beinni útsendingu föstudagskvöldið 15. janúar kl. 20:00 hér á alnetinu.
Þar koma fram tvær frábærar sveitir; We are not romantic & Ólafur kram.
Ólafur kram skreið uppúr malbiki Reykjavíkurborgar fyrir um tveimur árum, en hann samanstendur af fimm tónlistarkonum. Hann hefur komið sér fyrir á mörgum sviðum miðbæjarins og víðar og spilar skuggatóna fyrir almenning, ælandi frá sér fegurð og grótesku. Hann virðist skuggalegur en hræðist ekki, hann er ljúfasta skinn.
-
Rakel Andrésdóttir og Andrés Þór Þorvarðarson mynda hljómsveitina We Are Not Romantic sem hefur verið starfandi síðan 1975. Ungar vampírur? Hljómsveitin er þekkt fyrir orkumikla sviðsframkomu, búningaskipti og mikil læti.
Veriði með á föstudagskvöld þegar að herlegheitin hefjast hér á skjánum!
Reykjavíkurborg styrkir verkefnið.
- - -
Hello everyone! TómaSMengi continues in the new year - now introducing:
Ólafur kram & We are not romantic
Ólafur kram crawled up from the underground of Reykjavík city around two years ago vomiting beauty and grotesqueness. The five female band playes shady tunes in shady places but fear not - they might bark, but they don't bite.
-
Rakel Andrésdóttir and Andrés Þór Þorvarðarson make up the band We Are Not Romantic and have been going strong since 1975. Young vampires? They are known for their energetic performance, costume changes and a lot of noise.
See you all on screen Friday evening!
Reykjavík City supports TómaSMengi.