Bókið sæti á booking@mengi.net
Ath. Grímuskylda er á viðburðinn.
Bjarni Már Ingólfsson gítarleikari hefur síðasta ár lagt aukna áherslu á eigin lagasmíðar, og kemur nú fram í Mengi til að flytja nýtt og nýlegt frumsamið efni í tríó búningi.
Tónlist Bjarna væri hægt að flokka undir djass regnhlífinni, en Bjarni sækir innblástur í fjölbreyttar stefnur og strauma tónlistar, til að skapa persónulega nálgun á lagasmíðum og flutningi.
Birgir Steinn Theódórsson og Magnús Trygvason Eliassen fullskipa tríóið, en þríeykið hefur komið saman mjög reglulega frá árslokum 2019 til að vinna í nýju frumsömdu efni.
Bjarni Már Ingólfsson hefur þrátt fyrir ungan aldur verið virkur í íslenska djasslífinu í nokkur ár, og hefur á þeim tíma komið fram með ýmsum hljómsveitum á öllum helstu djasstónleikastöðum Reykjavíkur, ásamt því að hafa komið fram á djasshátíð Stokkhólms, og einnig á djasshátíðina í London sem hluti af Young Nordic Jazz Comets árið 2018. Í vetur nemur hann gítarleik í Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi en þar hefur hann verið síðan haustið 2019. Veturinn 2018 eftir útskrift sína frá MÍT tónlistarskólanum lærði Bjarni einnig í New School háskólanum í New York undir leiðsögn Steve Cardenas og Lage Lund.
Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2000 kr.
Takmarkaður sætafjöldi. Hlökkum til að sjá ykkur!