Back to All Events

Tumi Torfason ásamt fríðu föruneyti í Mengi

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Tónskáldið og trompetleikarinn Tumi Torfason fagnar jólaleyfi sínu frá hinni virtu Konunglegu tónlistarakademíu í Stokkhólmi og stígur á stokk næsta sunnudagskvöld ásamt fríðu fötuneyti í húsakynnum Mengis við Óðinsgötu. Þessum heimkomukonsert verður streymt heim í stofu til áhorfenda um víða veröld.

Á efnisskránni er tónlist Tuma, bæði gömul og glæný, en hann nemur nú jazz-trompetleik á háskólastigi í Svíþjóð og hefur ýmsum blómum á sig bætt frá því hann útskrifaðist úr MÍT, áður Tónlistarskóla FÍH, síðastliðið vor.

Í tónsmíðum sínum hefur Tumi til þessa helst sótt innblástur í nútímajazz, þá sérstaklega íslenskan, en kafar nú einnig í stefnur og stíla jazztónlistar síðustu aldar. Á tónleikunum má til dæmis heyra ýmis áhrif frá Aaron Parks alla leið aftur til Charles Mingus. Umfram allt mótast tónlistin þó af hljóðfæraleikurunum sem flytja hana, en þar er að finna sannkallað einvalalið hérlendra jazzleikara.

Föruneytið fríða skipa:

Magnús Trygvason Eliassen – trommur
Mikael Máni Ásmundsson – rafgítar
Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir – víbrafónn
Helgi R. Hreiðarsson – tenór saxófónn
Tumi Torfason – trompet, flygilhorn og píanó

Tónleikarnir fara sem áður sagði fram nk. sunnudag á veraldarvefnum í beinni útsendingu frá Mengi við Óðinsgötu, en þeir hefjast kl. 20. Aðgangur að streyminu er ókeypis, en áhorfendur eru hvattir til að leggja tónlistarfólkinu lið með frjálsum framlögum.

Hægt er að greiða framlög:
Með millifærslu á Kass í númerið 865-3644 (upphæð að eigin vali)
Með PayPal millifærslu á payment@mengi.net (upphæð að eigin vali)

Hefðbundið miðaverð á tónleika í Mengi er 2.000 krónur.

--------

Icelandic composer and trumpeter Tumi Torfason celebrates his holiday break from the Royal College of Music in Stockholm with a live concert at Mengi, Reykjavík next Sunday evening streamed to viewers at home across the globe.

On the program is Tumi’s original music. Old and brand new! He studies jazz music and trumpet performance in Sweden and has learned a thing or two since he graduated from the MÍT jazz department in Iceland last spring.

When composing Tumi has drawn inspiration from modern jazz, especially Icelandic, but has recently looked into earlier styles and movements in jazz history. Influences ranging from Aaron Parks all the way back to Charles Mingus can be heard at the concert but the music is above all affected by the musicians performing it. They are jazz musicians at the forefront of the Icelandic music scene today.

Magnús Trygvason Eliassen – drums
Mikael Máni Ásmundsson – electric guitar
Sigmar Þór Matthíasson – upright bass
Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir – vibraphone
Helgi R. Hreiðarsson – tenor saxophone
Tumi Torfason – trumpet, flugelhorn & piano

Admission to the live stream is free of charge but viewers are encouraged to support the musicians with free donations.

Donations are welcome and can be paid by:
Transferring on the app "Kass" to no. 865-3644 (any amount)
Paypal to payment@mengi.net

The normal ticket fee for a concert in Mengi is 2.000 ISK but we appreciate any amount you feel like or can donate.