Back to All Events

Sölvi Kolbeinsson & Magnús Trygvason Eliassen: Útgáfutónleikar


  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Bókið miða á booking@mengi.net - Fyrri tónleikarnir verða fimmtudaginn 7. janúar kl. 20, þeir síðari 8. janúar kl. 20.
Ath. Grímuskylda er á viðburðina.

Sölvi og Maggi fagna útgáfu sinnar fyrstu plötu, Sölvi Kolbeinsson, Magnús Trygvason Eliassen. Platan kom út hjá Reykjavík Record Shop þann 30. Október 2020 en í ljósi aðstæðna er fyrst núna mögulegt að vera með útgáfutónleika. Platan er fáanleg á vínyl og á Bandcamp:

https://solvikolbeinsson.bandcamp.com/releases

Saxófónleikarinn Sölvi Kolbeinsson og trommarinn Magnús Trygvason Eliassen byrjuðu að spila saman í dúói árið 2015 og hafa síðan þá haldið fjölda tónleika í Mengi auk þess að koma fram á öðrum tónleikastöðum í Reykjavík. Þeir komu fram á Djasshátíð Reykjavíkur 2020 ásamt gítarleikaranum Hilmari Jenssyni. Á þessum árum hafa þeir farið í gegnum ótalmarga djass-standarda (lög sem hafa orðið hluti af sameiginlegri efnisskrá djasstónlistarmanna) og önnur lög sem þeim finnst skemmtileg, eftir höfunda eins og Thelonious Monk, John Coltrane, Paul Motian, Bud Powell og Antônio Carlos Jobim. Þeir fara frjálst með lögin, nota þau sem stökkpall út í hyldýpi spunans, spinna inn og út úr þeim en leggja þó alltaf áherslu á að týna þeim aldrei.

Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 2.000 kr.

Takmarkaður sætafjöldi. Við minnum á að best er að bóka miða á booking@mengi.net og taka fram hversu margir koma saman í hóp. Miðar verða greiddir við hurð á tónleikadegi.