Back to All Events

Una útgáfuhús | Tvöfalt útgáfuhóf

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Í tilefni af útkomu tveggja frábærra ljóðverka efnum við til útgáfuhófs, 13. okt. kl. 20 í Mengi Óðinsgötu 2. Öll hjartanlega velkomin

Skáldin stíga á svið, bækur á tilboði, fríar veigar og leiftrandi gleði.

Forsala er hafin á utgafuhus.is. Boðið er upp á veglegt tilboð ef bækurnar eru keyptar saman +

Brynja Hjálmsdóttir vakti mikla athygli fyrir ljóðverkið Okfruman og fylgir því nú eftir með eftirtektarverðri bók sem læðist aftan að lesendum. Kona lítur við er gáskafullt og femínískt furðuverk í þremur hlutum, fullt af eftirminnilegum myndum og ögrandi meiningum. Í verkinu er víða litið við, svo sem í sjó, saumaklúbbi, hárgreiðslustofu, bílskúr og fylgsni undarlegs óramanns. Ferðalaginu lýkur loks í stórbrotinni útópíu

Umframframleiðsla er frumraun Tómasar Ævars Ólafssonar á ritvellinum, en hann hefur vakið athygli fyrir dagskrárgerð í útvarpi. Ljóðabálkurinn er rannsókn á þeim verkfærum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskjunnar. Fjallað er um leit ljóðmælanda að lausn undan óefni í sálarlífi sínu og tilraunir til að orða það sem ekki fæst orðað, þegar hann ber vandamál sitt á borð þriggja kvenna.