Fimmtudaginn 14. október kl. 21:00 leikur sérlega spennandi raftónlistardúó í Mengi ásamt Ríkharði H. Friðrikssyni.
Raftónlistardúóið er skipað Selmu Sedelius (söngur, harmonikka) og Hugo Palmsköld (rafmagnsgítar). Þau koma frá Svíþjóð og hafa unnið saman í fjölda ára.
Tónlist þeirra nær frá samstarfi við Elliott Sharp til útsetningar á miðaldarsöngvum og sænskum dægurlögum og til eigin tónverka.
Nýjustu útgáfur þeirra eru Selma & Hugo, Dans på Brännö Brygga (smáskífa) og The Smiling Cats (Svíþjóð/Austurríki), Miserere Quarti Toni (geisladiskur). Allt gefið út á Psychic Records.
Ríkharður H. Friðriksson fer tvær leiðir í raftónlist; annars vegar semur hann hreina "elektró-akústíska" tónlist þar sem hann vinnur með náttúrhljóð og hreyfingu þeirra í rými, en hins vegar spinnur hann á rafgítar sem er síðan sendur í gegnum eftirvinnslu í tölvu. Á því sviði kemur hann annað hvort fram einn eða með sveitinni Icelandic Sound Company.
Ríkharður kennir tónsmíðar og raftónlist við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskóla Kópavogs. Þess á milli sést stundum til hans spila pönk með hljómsveitinni Fræbbblunum.
Á tónleikunum leika Selma og Hugo saman fyrst um sinn en síðar gengur Selma af sviði og Ríkharður á svið, og leikur af fingrum fram í um 40 mínútur með Hugo.
Miðaverð er 2.500 krónur og opnar húsið kl. 20:30.
Panta má miða fyrirfram hér:
https://forms.gle/JvTYQManNWXFF51i7
∞ ∞ ∞
Selma Sedelius (vocal, accordion) and Hugo Palmsköld (electric guitar, electronics) perform in Mengi on Thursday, October 14th 2021.
Doors open at 8:30pm. Tickets 2.500 kr.
Reserve yours here: https://forms.gle/JvTYQManNWXFF51i7
Selma&Hugo is an experimental Swedish duo, who has recorded and performed together for several years. Their music spans from collaboration with Elliott Sharp, to arrangement of medieval chants and Swedish popular songs, and to their own compositions. There are videos on YouTube, and recordings such as Spelling Errors (Sweden/Austria), What's Up and Hugo Palmsköld, Possibilities. Latest productions are Selma&Hugo, Dans på Brännö Brygga (vinyl singel only) and The Smiling Cats (Sweden/Austria), Miserere Quarti Toni (CD singel). All on Psychic Records.
Ríkharður H. Friðriksson’s music falls into two general categories; he either makes pure electro-acoustic music, working with natural sounds and their movement in space, or he does live improvisations, playing electric guitar, processed with live electronics, either alone or with the Icelandic Sound Company.
Rikhardur teaches composition and electronic music at Iceland Academy of the Arts, Kópavogur Music School and the Reykjavík College of Music. In his spare time he plays punk rock.