Verið hjartanlega velkomin á pop-up markað Sweet Salone í samstarfi við Hugdettu!
Opnunarteitið verður föstudaginn 5. nóv. milli klukkan 16-18! Léttar veitingar og gleði!
Og svo opið alla helgina:
Laugardaginn frá 12 - 17
Sunnudaginn 14 - 17
Þetta er í annað sinn sem Sweet Salone setur á fót markað í Mengi, en í fyrra varð hann ansi smár í sniðum sökum faraldursins og samkomutakmarkana. Nú verður blásið í lúðra og boðið til veislu! Enda búið að flytja inn heilan gám með sjóðheitum vörum beint frá Sierra Leone. Fullt af bast- og keramikvörum hönnuðum af Hugdettu!
Hvað er betra en að gefa jólagjöf sem unnin hefur verið af ást og umhyggju og allt ferlið frá hönnun til sölu gert á sanngjarnan og sjálfbæran hátt!
Þetta verkefni hefur sjaldan verið mikilvægara fyrir samstarfsfólki þeirra í Sierra Leone en Sweet Salone er langstærsti kúnninn þeirra og hefur haldið áfram að framleiða í gegnum allan heimsfaraldurinn. Allar vörurnar eru handgerðar í Sierra Leone, en samstarf íslensku hönnuðina og handverkafólksins hefur vaxið og dafnað undanfarin fjögur ár og er þetta einstakt tækifæri að njóta afrakstursins.
Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt verður vissulega einnig hægt að kaupa flestar vörurnar á www.aurorawebshop.com og sent heim að dyrum fyrir þá sem vilja – aðrir geta komið og sótt í Mengi.
Vonumst til að sjá ykkur – þið megið endilega bjóða þeim sem þið teljið hafi áhuga!