Kraumsverðlaunin afhent í fjórtánda sinn!
Léttar veitingar, tónlist og fjör
Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listmanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.
Það er Aurora velgerðarsjóður sem stendur að Kraumsverðlaununum.
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
KRAUMSLISTINN 2021 - TILNEFNINGAR KRAUMSVERÐLAUNANNA:
- Bára Gísladóttir / Skúli Sverrisson – Caeli
- Birnir – Bushido
- BSÍ – Stundum þunglynd …en alltaf andfasísk
- Countess Malaise – Maldita
- Drengurinn fengurinn – Strákurinn fákurinn
- Ekdikesis – Canvas Of A New Dawn
- Elli Grill – Púströra fönk
- Eva808 – Sultry Venom
- Hist og – Hits of
- Hush – Blackheart
- Inspector Spacetime – Inspector - Spacetime
- Mikael Máni – Nostalgia Machine
- Nonnimal – Hverfisgata
- Pínu Litlar Peysur – PLP EP
- Skrattar – Hellraiser IV
- Slummi – ndm
- Sóley – Mother Melancholia
- Sucks to be you, Nigel – Tína blóm
- Supersport! – Tveir Dagar
- Tumi Árnason – H L Ý N U N
- Ægir Sindri Bjarnason – The Earth Grew Uncertain
:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::
SAGAN
Meðal þeirra listamanna sem hlotið hafa verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru; Ásgeir, Amiina, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ólöf Arnalds, Retro Stefson og Sóley.
DÓMNEFND
Kraumsverðlaunin eru valin af níu manna dómnefnd skipuð fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa; Árni Matthíasson (formaður), Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, Maria Lilja Thrastardottir Kemp, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Tanya Lind, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir.