Back to All Events

Hist og | Útgáfutónleikar Hits of

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Bókið sæti á booking@mengi.net
Ath. Grímuskylda er á viðburðinn.

Það var í dúndrandi júníhita í innsveitum suðurlands sem tríóið hist og tók upp sína aðra plötu, hits of. Platan er nú tilbúin til útgáfu og inniheldur slagþunga slagara, hitablásna hittara og naglalakkaðar neglur í ætt við fyrri plötu tríósins, Days of Tundra, sem hlaut góðar viðtökur og var meðal annars tilnefnd til þriggja verðlauna á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2019, Kraumsverðlaunanna og sem “Spuni Ársins” á Morgunblaðinu. Platan kom út á forláta 180 gramma vínyl á vegum Reykjavík Record Shop laugardaginn 12. desember og inniheldur tónsmíðar eftir meðlimi tríósins. Upptökustjórn annaðist sem áður Albert Finnbogason, mastering var í höndum Ívars Ragnarssonar og umslag var hannað af Páli Ivani frá Eiðum.
Nú er komið að útgáfutónleikum! Sérstakur gestur er Páll Ivan frá Eiðum.

Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 fyrir tónlistarhátíðina „Norður Og Niður“ sem haldin var af meðlimum Sigur Rósar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem leikur á trompet, trommuheila og hljómboð, Róbert Sturla Reynisson á gítar, bassa og hljómborð og Magnús Tryggvason Eliassen á trommur og alls kyns sem heyrist gott í.
Meðlimir hist og hafa starfað saman um árabil í ýmsum hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang. Sitt í hvoru lagi hafa þeir auk þess starfað með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, Kiru Kiru, Benna Hemm Hemm og Seabear, ásamt ótal samstarfsverkefna á sviði djasstónlistar með ADHD, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og Mógil.
Þeir beina nú stækkunarglerinu að sameiginlegum snertifleti sínum. Tónlistin er innhverf, úthverf og slagþung blanda af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við.

Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2.500 kr.
Takmarkaður sætafjöldi. Hlökkum til að sjá ykkur!

Earlier Event: February 19
Hist og | Útgáfutónleikar Hits of
Later Event: February 25
RASK #6 | Gígja Jónsdóttir & Hekla