Athugið! Taka þarf frá miða með því að fylla út í þetta form: https://forms.gle/73geS46LccDB5YQN9
Grímuskylda er á viðburðin og takmörkuð sæti.
Ingi Bjarni Trio mun á þessum tónleikum prufukeyra nýtt efni. Hugsanlega verður nokkrum eldri lögum af plötunum Skarkali og Fundur laumað inn í prógrammið. Ingi Bjarni Skúlason á píanó, Þorgrímur Jónsson á bassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.
Tríóið hefur leikið á tónleikum víðsvegar. Til að mynda á Íslandi, Færeyjum, Bretlandi og Þýskalandi. Í fyrra hlaut Ingi Bjarni fimm tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir kvintett plötuna Tenging.
Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2.000 kr.