Back to All Events

Toggi Jónsson & hljómsveit

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Toggi Jónsson & hljómsveit koma fram í Mengi fimmtudaginn 27. maí kl. 21:00. Miðaverð er 2.500 kr. Við hvetjum fólk til að tryggja sér miða hér: https://forms.gle/Wjsa2in26tFu5LhW9

Kontra- og rafbassaleikarinn Þorgrímur „Toggi“ Jónsson leiðir hér kvartett sem ásamt honum er skipaður þeim Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Tómasi Jónssyni á píanó og allskonar auk Magnúsar Trygvasonar Elíassen á trommur. Þeir félagar hljóðrituðu ný lög Þorgríms fyrir ekki margt löngu síðan og er von á þeirri hljómplötu í lok ágústmánaðar. Á þessum tónleikum gefst gestum einstakt tækifæri á að hlýða á tónlist af væntanlegri hljómplötu, ekki er þó útilokað að aðrar eldri tónsmíðar fljóti með.

Þorgrímur „Toggi“ hefur um árabil verið áberandi í íslensku tónlistarlífi í hinum ýmsu hljómsveitum og hlotið mikið lof fyrir tónsmíðar sínar, þ.m.t. Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2017 fyrir tónsmíðar á geisladisknum Constant Movement, auk þess var sá diskur var valinn plata ársins í flokki Jazz og blús.