Back to All Events

Birgir Steinn Theodórsson ásamt hljómsveit

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Bókið miða hér / reserve you ticket(s) here: https://forms.gle/7WCHQb9BgD5Hg1y36

Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2.500 kr

Þriðjudaginn 15. júní mun hljómsveit kontrabassaleikarans Birgis Steins Theodórssonar halda tónleika í Mengi.

Bandið mun leika glænýtt og brakandi efni eftir Birgi Stein sem ekki hefur verið flutt áður. Birgir Steinn lauk nýverið framhaldsnámi frá Universität der Künste (UdK) og Hanns Eisler í Berlín og er tónlistin partur af lokaverkefni hans frá skólanum. Tónlistin er fjölbreytt, allt frá ferskum fríjazzi yfir í lagrænar ballöður.

Hljóðfæraskipanin myndi kallast óhefðbundin en tónlistin er samin fyrir kontrabassa, tvö trommusett og þrjú blásturshljóðfæri; tenór sax, altó sax og trompet.

Hljóðfæraleikarar kvöldsins eru Birgir Steinn á kontrabassa, Kristófer Rodriguez á slagverk, Haukur Gröndal og Óskar Guðjónsson á saxófóna, Snorri Sigurðarson á trompet og Magnús Trygvason Eliassen á trommur.

Later Event: June 17
Brynjar Daðason