Nordic Affect kemur fram í Mengi en sérstakir gestir á tónleikunum eru tónlistarfólkið Mikael Lind og Lilja María Ásmundsdóttir.
Á efnisskrá eru þrjú splunkuný verk eða 'ARACHNE' fyrir einleikssembal og lifandi rafhljóð eftir Báru Gísladóttur, 'Ofdune' fyrir einleiksfiðlu eftir Veronique Vöku og 'Sönderfallet' eftir Mikael Lind sem samið er fyrir strengjatríó og lifandi rafhljóð. Mikael Lind kemur sjálfur fram í verkinu og flytur einnig nýtt einleiksverk. Jafnframt verður Íslandsfrumflutt verkið 'Shapes of flight underneath the riverbed' eftir Lilju Maríu Ásmundsdóttir sem hópurinn frumflutti í Brunel Museum í London. Verkið er samið fyrir hópinn og hljóð og ljósskúlptúrinn 'Huldu' sem hannaður var af Lilju Maríu.
Húsið opnar kl. 20:30
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00
Miðaverð er 2.500 krónur,
miða má panta fyrirfram hér: https://forms.gle/QosKR1oxrbvbk6c58