Back to All Events

Gadus Morhua

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Gadus Morhua hefur þegar haslað sér völl sem þjóðlaga-usla-sveit og þekkt fyrir að „djöflast í forminu." Arnar Eggert Thoroddsen komst svo að orði þegar hann fjallaði um fyrsta geisladisk hópsins, Peysur og parruk, í Morgunblaðinu á síðasta ári. Þar gat hann þess einnig að tónlistarflutningur hópsins einkennist af óvæntum bólfélögum; frumsömdu efni í bland við ævafornt, dökkleitu langspili úr innstu kynstrum baðstofunnar og flautuleik úr furðuskógi.

Gadus Morhua hefur hingað til snúið eldri þjóðlögum bæði á réttuna og rönguna og tvinnað þau saman við barokktóna. En hnignunarkennd samtvinnun baðstofuarfs og barokktónlistar, í bland við frumsamdar nýsmíðar orða og tóna innan sama hljómheims, eru aðal sveitarinnar.

Nú ræðst tríóið til atlögu við íslensku fjárlögin, söngvasafn Sigfúsar Einarssonar og Halldórs Jónassonar frá árunum 1915-1916. Söngvasafnið varð svo vinsælt að upp úr því var sungið á hverju heimili áratugum saman. Vinsældir fjárlaganna svokölluðu eru ef til vill að dala með minnkandi söng á heimilum landans. Óneitanlega eru þau mönnum þó enn kær og mörgum kunn. Gadus Morhua setur fjárlögin í brennidepil á nýrri efnisskrá sinni árið 2022.

  • Húsið opnar kl 15:30

  • Tónleikar hefjast kl 16:00

  • Miðaverð 2500 kr

Gadus Morhua has so far turned old Icelandic folk songs both inside and out and mixed them together with baroque tunes. Indeed, the decadent interweaving of Icelandic bath house heritage and baroque music, mixed with original new constructions of words and tones within the same soundscape, are the trio’s main focus.

Now, they tackle popular songs of the late 19th and early 20th century, particularly the collection by Sigfús Einarsson and Halldór Jónasson from the years 1915-1916. This song collection became so popular that it was sung in every home for decades. The popularity of the collection is perhaps falling with the decline of singing in Icelandic homes. Undeniably, they are still dear to people and known to many. Gadus Morhua makes this song collection the focus of his new repertoire in 2022.

  • House opens 3:30 PM

  • Concert starts 4:00 PM

  • Admission 2500 ISK