Back to All Events

Ingibjörg Turchi & Hróðmar Sigurðsson í Mengi

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Ingibjörg Turchi og Hróðmar Sigurðsson koma fram í Mengi föstudaginn 14.október kl. 21. Þau munu flytja nýja tónlist fyrir gítar og rafbassa, sem kemur út á plötu á næsta ári. Einnig fá að fljóta með verk af plötu Ingibjargar (Meliae) og plötu Hróðmars, samnefnda honum, ásamt frjálsum spuna.

Húsið opnar 20:30 | Miðaverð: 2500 kr.

Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi sl.ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Stuðmönnum og Teiti Magnússyni, bæði á tónleikum og upptökum. Meðal fleiri samstarfsaðila má nefna Mikael Mána, Skuggamyndir frá Býsans, Hróðmar Sigurðsson og Soffíu Björgu, svo fátt eitt sé nefnt. Hún hefur einnig samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem frumflutt var í apríl 2021. Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 þar sem rafbassinn var í aðalhlutverki. Í júlí 2020 gaf Ingibjörg svo út sína fyrstu plötu í fullri lengd, Meliae. Árið 2020 hlaut platan Meliae Kraumsverðlaunin, var valin plata ársins af Morgunblaðinu og straum.is og fékk 5 stjörnur í gagnrýni Morgunblaðsins. Á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 hlaut Ingibjörg sex tilnefningar og hlaut tvenn verðlaun, annars vegar sem Plata ársins í Djass-og blústónlist og fyrir Upptökustjórn í Opnum flokki. Í september 2021 var platan svo tilnefnd til Hyundai Nordic Music Prize og fékk þar svokallað “honorable mention”. Einnig var hljómsveitin valin til að fara fyrir hönd Íslands á Nordic Jazz Comets 2020 og í kjölfarið á Finnlandstúr í september 2021.

Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2017.Síðan þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður og leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla t.d. Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísabetu Eyþórsdóttur,Ingibjörgu Turchi og fleirum. Einnig hefur hann leikið í hljómsveitum í sýningum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Hróðmar hefur leikið inná lög og plötur með Elísabetu Eyþórssdóttur, Elvari Braga Kristjónsyni, Teiti Magnússyni og Ingibjörgu Turchi. Hann tók þátt í að móta og spila inná plötuna Meliae,Ingibjörg Turchi. Sú plata hlaut 6 tilnefningar á Íslensku Tónlistarverðlaununum og hlaut tvenn verðlaun, meðal annars fyrir bestu jazzplötu ársins. Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem samanstendur af einvalaliði og hefur hún komið fram m.a í Mengi, á Bryggjujazzi og Jazzhátíð Reykjavíkur. Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars en með hljómsveitinni hefur þróast hljóðheimur sem hverfist um rafgítarinn og haganlega samofnar brassútsetningar sem kallast á við kraumandi takt hjá ryþmasveit og má heyra innblástur frá hinum ýmsu tónlistarstílum. Fyrsta plata Hróðmars, samnefnd honum, kom út í ágúst 2021. Útgáfutónleikar plötunnar voru haldnir á Reykjavík Jazzfestival 30.ágúst sl. við góðar undirtektir. Reykjavik Record Shop annast útgáfu plötunnar. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Hróðmar hlaut viðurkenningu á Íslensku Tónlistarverðlaununum sem bjartasta vonin í jazz og blús tónlist og hljómsveit hans hlaut tilnefningu fyrir tónlistarflytjendur ársins.

-----

Doors open 20:30 | Tickets 2.500 kr

Bass player Ingibjörg Turchi and guitarist Hróðmar Sigurðsson have been collaborating for years now in various bands. They have both released separate albums in the last years, Ingibjörg Turchi, Meliae 2020 and Hróðmar, Hróðmar Sigurðsson 2021. The duo will play new music for guitar and electric bass which will be released on an album in 2023 along with selection of pieces from each other's albums and improvisation. The concert will start at 9 pm and the ticket price is 2500 kr.
Bass player and composer Ingibjörg Turchi has been a mainstay in the Icelandic music scene for the last ten years. Ingibjörg has played with many of the nation's most beloved artists in all genres, both in concerts and on recordings. She has also worked in theater and art shows. Since 2017, Ingibjörg has performed regularly under her own name with her band. She has released two solo albums, Wood / work (2017) and Meliae (2020), the latter of which won the Kraumur Prize and was chosen album of the year by Morgunblaðið and straum.is. Meliae also received an award as the Album of the Year in the Jazz and Blues category and for Sound Production of the Year at the Icelandic Music Awards of 2021. Ingibjörg's work, Anemos, was premiered by the Iceland Symphony Orchestra on behalf of Ung-Yrkja in April 2021. Meliae was nominated for the Hyundai Nordic Music Prize in 2021.

The guitarist Hróðmar Sigurðsson graduated from the FÍH Music School in 2017. Since then, he has worked as a musician and played music with various musicians in all genres. He has also played in bands in theater. Hróðmar's first album, named after him, was released in August 2021 and was released by Reykjavik Record Shop. Hróðmar received recognition at the Icelandic Music Awards 2021 as Newcomer of the Year in the Jazz and Blues category and his band was nominated for Music Performer of the Year, also in the Jazz and Blues category.

Earlier Event: October 9
Gadus Morhua
Later Event: October 15
Sandrayati & Andervel