Back to All Events

Davíðsson - Tónlist Þorleifs Gauks

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Þorleifur Gaukur hefur verið áberandi síðustu ár á Íslandi og má heyra hann á upptökum með öllum frá Kaleo til Bríetar yfir í Ellen Kristjáns. Hann spilar í allt frá félagsheimilum út á landi til stærstu tónleikahalla heims yfir í lítil spuna rými. Hann mismunar ekki og reynir alltaf að nálgast tónlistina frá tærleika og næmni. Hvert skipti er einstakt og kemur hann með fersk eyru í hvert sinn. Hann velur sér hljóðfæri sem getur teygt til tilfinningar manns. Með þeim togar hann hlustandan inn og dregur þá með í vegferð.

Davíðsson er hans frumóp. Hann tekur með sér reynslu úr öllum þessum heimum og fær með sér sínar stærstu hetjur og vini, Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson. Platan er línuleg vegferð í gegnum ýmsa heima. Úr draumi í sveitasælu yfir í sorgina. Tónlistin er lifandi og sveigist í tíma, dýnamík og tónfalli. Hún er öll tengd við litla þorpið í Álafosskvosinni, þar sem að Davíð og Gaukur bjuggu. Bróðurparturinn af henni er saminn þar og var hún öll tekinn upp í Sundlauginni. Æfingaferlið átti sér stað mestmegnis utan tónlistar: í máltíðum, samtölum og hversdags stundum.

Tónlistin sækir innblástur í ýmsa heima. Allt frá vestra Ennio Morricone til eyðimerkurblús frá Mali yfir í ættjarðarsöngva Stefáns Íslands. Þorleifur Gaukur elst líka upp að hlusta á plötur Skúla og Davíðs, þeirra fingrafar er sterkt á þessari plötu. Hugmyndir voru mismótaðar og alltaf gefið pláss fyrir spuna og því urðu útsetningarnar mikið til í upptökuferlinu. Tónlistin varð til í vinskap þríeykisins. Lögin eru ólík en færast nær hvoru öðru með einstakri lagni þríeykisins. Mörk hljóðfæra hverfa og tónlistin verður stærri en summa alls parta.

Húsið opnar 20.30
Tónleikar hefjast kl 21.00
Miðaverð 5000 kr

[EN]

'Davíðsson' is a linear journey through different worlds. A collection of short stories that connect a distant dream, rural bliss and many shades of sorrow. Drawing inspiration from western soundtracks of Ennio Morricone, desert blues of Mali and the old hymns of Iceland, these musical threads create a world of their own.

Thorleifur, Davíð and Skúli discovered these arrangements through the flow of these recordings. Dissolving the boundaries of instruments while exploring their sounds as individual players, the listener can hear it as a whole. The texturally rich music has a very human, almost vocal quality, throughout the melodies on each instrument.

The instruments that have chosen Thorleifur over time have always had a unique evocative quality. For him, music is a cathartic release guided by those instruments. Growing up in Iceland he got to play with a wide range of top level musician from an early age. His musical and personal journey has exposed him to the wide range of the human experience. When not touring with Kaleo, Grammy nominated rock band from Iceland, Thorleifur is creating and collaborating in musical communities from Nashville, TN to his home in Iceland.

Recorded in Sundlaugin, the former swimming pool turned studio by Sigur ros, 'Davíðsson' is central to its surroundings. Through days in the flow of the small village of Álafosskvosin these songs unfolded naturally in the company of friends and family. Their supportive presence enhanced the familial quality of the record. The fluid nature of the recordings invites a feeling of being a secret listener.

House opens 8.30PM
Concert starts 9.00PM
Admission is 5000 ISK

Earlier Event: December 2
Ný tónlist Skúla Sverrissonar
Later Event: December 4
Krakkamengi – Mozart