Verið hjartanlega velkomin á pop-up markað Sweet Salone og Angústura bókaforlag í MENGI.
Allar vörur Sweet Salone eru unnar af ást og umhyggju á sanngjarnan og sjálfbæran hátt.
Vörurnar eru handgerðar í Sierra Leone, en samstarf íslensku hönnuðina og handverkafólksins hefur vaxið og dafnað undanfarin sex ár og er þetta einstakt tækifæri að njóta afrakstursins.
Fyrir þau sem ekki eiga heimangengt verður einnig hægt að kaupa flestar vörurnar á www.aurorawebshop.com
Opnunartímar
Föstudagur 9. des, 16-19
Laugardagur 10. des, 12-18
Sunnudagur 11. des, 13-18
Um Aurora Foundation:
Aurora velgerðarsjóður var settur á laggirnar árið 2007 en hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og menningu með verkefnum sem örva samfélög á sjálfbæran máta.
Starf sjóðsins er fyrst og fremst fólgið í uppbyggingarverkefnum í
Sierra Leone en einnig hefur Aurora myndað frjósaman grundvöll fyrir
skapandi samstarf milli listamanna og handverksfólks þaðan og
íslenskra hönnuða og tónlistarfólks.
Um Angústúru:
Angústura leggur áherslu á gæðabókmenntir fyrir börn og fullorðna og góða bókarhönnun. Vandaðar þýðingar eftir höfunda frá ýmsum fjarlægari löndum, þýddar verðlaunabækur fyrir börn og bækur eftir íslenska höfunda sem hlotið hafa verðlaun og viðurkenningar, bæði höfundar, þýðendur og hönnuðir.