Back to All Events

Kraumur í Mengi | myndbandsfrumsýning BSÍ & slummi

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Mengi og Aurora Foundation, stofnandi Kraumsverðlaunanna býður tónlistarfólki sem ýmist var tilnefnt eða vann til þeirra frábæru verðlauna fyrir plötur sínar árið 2021 til að spila í tónleikaseríu sem haldin verður reglulega í Mengi.
Við hlökkum mikið til að fagna velgengni þeirra á Óðinsgötunni!

Að þessu sinni leikur Slummi og hljómsveitin BSÍ tónlist sína fyrir gesti Mengis auk þess sem nýtt tónlistarmyndband verður frumsýnt.

>> Hljómsveitin BSÍ fagnar útgáfu rafrænu smáskífunnar ‘Relax, Blabla’ með tónleikum og frumsýningu á myndbandi við lagið ‘Jelly Belly’, í leikstjórn Uglu Hauksdóttur!
BSÍ eru bestu vinirnir Sigurlaug Thorarensen (trommur & söngur) og Julius Pollux (bassi & tá-synthi). Þau elska að spila á tónleikum og gefa út tónlist sína á eigin vegum, með hjálp frá frábæru vinum sínum hjá Why Not? Plötum, post-dreifingu og tomatenplatten (Berlin).

>> Slummi er eitt af sólóverkefnum tónlistarmannsins Gumma Arnalds, sem einblínir á skemmtilega og jafnframt slímuga danstónlist. Slummi er teiknaður af hinum stórfenglega susan_creamcheese og hefur gefið út eina plötu hjá útgáfunni Spectral Assault Records og hver veit nema það sé önnur á leiðinni!

>> Kraumsverðlaunin eru veitt fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Myndbandsfrumsýningin hefst stundvíslega kl. 20:30 og tónleikar í kjölfarið. Húsið opnar kl. 20:00.
Ráðlagt miðaverð er 1.500 krónur (en engum verður vísað frá!)