Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2.500 kr.
Saxófónleikarinn Tumi Árnason og trymbillinn Magnús Trygvason Eliassen halda uppi sumarstemningu í Mengi miðvikudagskvöldið 20. júlí 2022. Tekin verða fyrir verk af ýmsum toga úr sarpi tvíeykisins, gömul og nýrri.
„Hrifmyndir. Vandmeðfarnar stemmingar. Skinnöldur og hljóðklasar. Látúnsskjálftar og blaðahvæs. Áður óþekktar tegundir. Þær vinda upp á tímann. Reka olnboga í hrynjandina. Takturinn finnur sér aðeins umburðarlausar stellingar. Týnir öllum kjark. Hryllir sig. Verður feiminn. Finnur hvergi upphafspunktinn. Íhaldsseggurinn milli fjórog og ogtveirog. Sveiflast með verkuninni. Drattast á eftir bramboltinu.“
Á samstarfsferli sínum hafa tvíeykið Magnús Trygvason Eliassen og Tumi Árnason ævinlega fetað framandi og framsæknar slóðir. Laglínur hlykkjast innan um rytmískar áferðir, svipmyndir umbreytast jafnharðan og þær formgerast. Árið 2019 kom út hljómplatan „Allt er ómælið“ við einstaklega góðar undirtektir. Tvíeykið vinnur nú að nýrri breiðskífu.
----
Doors open 20:30 | Tickets 2.500 kr.
Drummer Magnús Trygvason Eliassen and saxophonist Tumi Árnason are always seeking new horizons in their collaboration. Melodies intertwine with rhythmic textures and fleeting images transform and dissolve as soon as they appear. The duo are currently working on a follow-up to their 2019 debut LP “Allt er ómælið”.
“The Icelandic duo of saxophonist Tumi Árnason and drummer Magnús Trygvason Eliassen is quite captivating. They plunge us into a set of free improvisation and suddenly, twice, open up to us planes of unprecedented softness. The first time the saxophone is delicately joined with the drummer's bare-handed playing. In the second, the drummer softly enfolds us with his mallet playing while the saxophonist, expanding with his effects pedals, takes on a resonance comparable to that of a church.”
-Alice Leclercq, Citizen Jazz