Back to All Events

Strokkvartettinn Siggi & Das Klarinettenduo

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Á þessum tónleikum leiða saman hesta sína Strokkvartettinn Siggi og Das Klarinettenduo.

Húsið opnar 19:30 | Miðaverð 3.000

Spennandi hljóðheimur opnast þegar strengjakvartettinn hittir klarinetturnar þar sem hið sérstaka sánd beggja vegna mætir möguleikanum á fullkomnum samruna.
Á tónleikunum verða fluttir tveir sextettar, annar eftir Nikolaus Brass sem er skrifaður fyrir tilstilli Das Klarinettenduo og hinn eftir Beethoven, eða öllu heldur umskrift á hornsextett Beethovens þar sem klarinettin bregða sér í hlutverk hornanna.
Að auki mun Strokkvartettinn Siggi flytja kvartettinn Ten days around midwinter eftir Finn Karlsson og klarinettudúettinn mun flytja eitt af fjölmörgum þeirra verka sem hafa verið skrifuð sérstaklega fyrir þau.
Litrík kvöldstund í Mengi í upphafi nýs árs.

Flytjendur:
Beate Zelinsky, klarinett
David Smeyers, klarinett
Una Sveinbjarnardóttir, fiðla
Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðla
Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla
Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló

Nánari upplýsingar um flytjendur má nálgast á heimasíðum hópanna; dasklarinettenduo.de og siggistringquartet.com

Later Event: January 11
Bjarni Már Tríó