Back to All Events

Kristján Tryggvi Martinsson & Magnús Trygvason Eliassen

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Kristján og Magnús hafa spilað saman í mörgum djass og spunasveitum frá árinu 2005. Mestum frama náðu þeir saman með K tríóinu sem vann til íslenskra tónlistarverðlauna og Young Nordic jazz comets árið 2008. Á þessum tónleikum munu félagarnir flytja lög af nýlegri sólóplötu Kristjáns ásamt nýju efni í bland við spuna.

Kristján Martinsson (1986) er fjölhæfur íslenskur tónlistarmaður, píanóleikari, flautuleikari, tónskáld og fjölhljóðfæraleikari með aðsetur í Amsterdam síðastliðin 15 ár. Eftir að hafa lokið meistaranámi við Conservatorium van Amsterdam (2014) hefur Kristján spilað víða um heim bæði sem leiðandi og sem meðleikari. Frá árinu 2021 hefur Kristján lagt áherslu á einleiksverk sín. Píanó og þverflauta eru í forgrunni nýju verkanna ásamt melankólískum breiðtjaldshljóðum og íslenskum náttúruhljóðum. Áherslan er ekki eingöngu á djass heldur leikur hann sér að melódískum klassískum, indie-djass, nýrómantískum og mjúkum rafrænum stílum.

http://www.kristjanmartinsson.info/

Magnús Trygvason Eliassen (f. 1985) hefur stundað tónlistarnám frá 8 ára aldri. Hann nam við Tónlistarskóla FÍH árin 2004 til 2010 og hlaut vorið 2008. Magnús stundaði einnig nám við NTNU í Þrándheimi og naut þar handleiðslu Tor Haugerud, Ernst Wiggo Sandbakk og fleiri frábærra trymbla. Undanfarin ár hefur Magnús verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og unnið með fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum s.s. Eyþóri Gunnarssyni, Ellen Kristjánsdóttur, Kristjönu Stefánsdóttur, Tómasi R. Einarssyni, Sigríði Thorlacius, Steingrími Karl Teague, hljómsveitunum ADHD (sem fékk íslensku tónlistarverðlaunin 2009 fyrir samnefnda plötu), Amiinu, Sin Fang, K-tríó, Moses Hightower, múm o.fl. Magnús hefur einnig tekið þátt í Young Nordic Jazz Comets keppninni fjórum sinnum og tvisvar verið í vinningshljómsveitum, K-tríó og Reginfirra.

Húsið opnar 16.30
Tónleikar hefjast 17.00
Miðaverð 3500 kr

Kristján and Magnús have worked together in many jazz and improv groups since 2005. They achieved the greatest success together with K trio, which won multiple Icelandic music awards, and the Young Nordic jazz comets in 2008. At the concert in Mengi the members will perform songs from Kristján's recent solo album “Stökk” along with new material mixed with improvisation.

Kristján Martinsson (1986) is a versatile Icelandic, pianist, flutist, composer and multi-instrumentalist based in Amsterdam for the last 15 years. After obtaining his Master's degree at the Conservatorium van Amsterdam (2014), Kristján continued to perform frequently on stages worldwide as a bandleader and side man. Since 2021, Kristján has immersed himself in developing his solo works. Kristján’s new music has the piano and the flute in the spotlight. These works have a melancholic widescreen sound to them. The focus is not only on jazz, but a broader perspective of musical styles. Genres such as “melodic-classical, indie-jazz, icelandic-atmospheric, neo-romantic and soft-electronic” are now on offer.

http://www.kristjanmartinsson.info/

Magnús Trygvason Eliassen (b. 1985) studied music since the age of 8. He studied at FÍH's Music School from 2004 to 2010. Magnús also studied at NTNU in Trondheim and was tutored by Tor Haugerud, Ernst Wiggo Sandbakk and other great drummers. In recent years, Magnús has been very active in the Icelandic music scene and has worked with many musicians and bands, e.g. Eythóri Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, Kristjöna Stefánsdóttir, Tómasi R. Einarsson, Sigríði Thorlacius, Steingrími Karl Teague, the bands ADHD (which received the Icelandic Music Award 2009 for the album of the same name), Amiina, Sin Fang, K-trio, Moses Hightower, mum etc. . Magnús has also participated in the Young Nordic Jazz Comets competition four times and twice been in the winning bands, K-trio and Reginfirra.

House opens 4.30PM
Concert starts 5.00PM
Admission is 3500 ISK

Earlier Event: January 7
Mikael Máni