Pedal Playground: Rödd þín sem hljóðfæri
Pedal Playground: Rödd þín sem hljóðfæri
Af hverju er röddin svona einstök? Eru einhverjar takmarkanir?
Fyrir aðra vinnustofu í MENGI MIX seríunni bjóðum við 10-15 ára börnum (að kostnaðarlausu) í tilraunakennda tónlistargerð þar sem við skoðum röddina sem hljóðfæri.
Smiðjustjóri er danska tónlistarkonan Sara Flindt. Í smiðjunni ætlum við að gera tilraunir með hvernig hægt er að handleika raddir okkar með pedölum til að hljóma eins og allt frá strengjum til rokkgítars – og jafnvel finna upp ný hljóð í leiðinni. Við munum kanna mismunandi eiginleika raddarinnar, upp á eigin spýtur og saman, búa til hljóðsafn og semja verk, jafnvel byggja okkar eigin pedala!
Námskeiðið fer fram á ensku en hægt er að spyrja spurningar á íslensku. Foreldrar/forráðamenn eru velkomin líka og geta aðstoðað við þýðingar.
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Frítt inn. Ekki er krafist fyrri tónlistarkunnáttu.
~ ~ ~
Pedal Playground: Your voice as an instrument
Why is the voice so unique, are there any limitations?
For the second workshop in the MENGI MIX series, we invite 10-15-year-old children for a free session of experimental music making where we will explore the voice as an instrument
through the use of electronic pedals. The workshop leader is Sara Flindt.
In the workshop, we will experiment with how our voices can be manipulated with pedals to sound like anything from strings to a rock guitar – and even invent new sounds in the process. We will explore different corners of the voice, on our own and together, create a sound library and compose a piece, maybe even build our own pedals!
The workshop will be taught in English and parents/guardians are welcome to join to aid with translation. The project is supported by the Children’s Culture Fund.
Free admission. Previous musical knowledge is not required.