Tónskáldið og hljóðfæraleikarinn Skúli Sverrisson mætir til leiks í Mengi ásamt Davíði Þór Jónssyni og Ólöfu Arnalds og flytur ný verk sem hann samdi fyrir tónleika tríósins á Punkt Festival í Kristiansand í byrjun september, en tónleikarnir vöktu mikla lukku og birtist m.a. um þá lofsamlegur dómur í Jazzwise. Samstarf þremenninganna nær langt aftur, en Ólöf og Davíð komu meðal annars fram á hinum dáðu Seríu plötum Skúla. Gestir mega eiga von á ævintýralegu kvöldi þar sem fallegar tónsmíðar líða áfram í engri fyrirframákveðinni röð svo það myndast mikið pláss fyrir spuna.
Húsið opnar kl. 19:30
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00
Miðaverð 4000 kr.
෴ ෴ ෴
Skúli Sverrisson has built a unique career as a composer, producer and improviser with a broad spectrum of artists. As an instrumentalist he has worked with Wadada Leo Smith, Arto Lindsay, Blonde Redhead and Allan Holdsworth to name a few. Skúli was a close collaborator of Laurie Anderson for over a decade. Skúli has composed music for Víkingur Ólafsson, Icelandic Symphony Orchestra and Erna Ómarsdóttir. Skúli is known for his duo work with Ólöf Arnalds, Bára Gísladóttir and Bill Frisell. In the world of film Skúli has contributed to the scores of Hildur Guðnadóttir, Jóhann Jóhannsson and Ryuichi Sakamoto.
This Friday evening Skúli will perform in Mengi with his long term collaborators Davíð Þór Jónsson and Ólöf Arnalds. They will be performing new works that Skúli wrote for the trio's concert at the Punkt Festival in Kristiansand Norway that got great reviews in the international music media, including Jazzwise. Guests can expect an adventurous evening where the trio drifts between Skúli's beautiful compositions in no particular order, leaving a lot of space for improvisation.
Doors at 19:30
The event starts at 20:00
Entrance 4000 ISK