Back to All Events

Myndlistarsýningin Pop Lög eftir Sindra Dýrason og Stein Loga


  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Verið hjartanlega velkomin á sýninguna Pop Lög!

Opnunin verður í Mengi, klukkan 18:00.

Málverk, tónlist og fljótandi næring til 22:00.

Popplög snerta við fyrirbærum eins og ástinni, dans og því hversdaglega og setja það upp á hátt sem fá mann til að vilja halda upp á þetta allt saman. Maður dansar og syngur með þessum lögum því það er ákveðið áhyggjuleysi í þeim.

Með verkunum í þessari sýningu sóttum við innblástur í það sem okkur finnst fallegast, spegilsléttur sjór, ógnarlega fallegu fjöllin á Íslandi, litrík laufin og fuglarnir sem fljúga í kringum þetta allt saman. Við tókum allt sem okkur finnst merkilegt og fallegt við svona fyrirbæri og málum svo verk sem virka fyrir okkur eins og popplög. Verkin innihalda sterka liti, áferðir, verur og fyrirbæri sem hafa eins áhrif á mann. Eins og Elvis diskurinn í hillunni hjá ömmu sem er í stanslausri endurspilun er málverkið enn hangandi í eldhúskróknum hennar.

Sýningin stendur yfir frá 4 til 5 október.

Sindri Dýrason og Steinn Logi

Earlier Event: October 3
Ljóð & vinir #3