Back to All Events

Kraumssería IV | Alfreð Drexler & siggi0lafsson

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Mengi og Aurora Foundation, stofnandi Kraumsverðlaunanna, bjóða listafólki sem ýmist var tilnefnt eða vann til verðlaunanna fyrir sínar frábæru plötur árið 2022 að koma fram á Óðinsgötunni í fjögurra tónleika seríu.

Föstudaginn 10. nóvember verður Kraumsserían haldin í síðasta sinn í Mengi. Þar verða á ferð Alfreð Drexler og siggi0lafsson!

Húsið opnar kl 19.30
Viðburðurinn hefst kl. 20:00
Miðaverð er 2.500 kr.
Nemar, öryrkjar og eldri borgarar greiða 2.000 kr.

siggi0lafsson & Alfreð Drexler

෴ siggi0lafsson er alter ego listakonunnar Berglindar Ágústdóttur. Árið 2022 gaf hún út plötuna Lost at War hjá móatún7 undir alter egoinu Siggi. Siggi fæddist opinberlega 15. maí 2018 á tónleikakvöldi í Loophole í Berlín, þegar Úranus, pláneta byltingar og hið óvænta fór inn í Nautið í fyrsta skipti í 84 ár en síðast gerðist það 1935–1942 á tímum kreppunar miklu og seinni heimstyrjaldar. Sigga var mjög umhugsað um ástand heimsins og hverning það speglaðist í þessum plánetu-tilfærslum. Uranus er pláneta uppreisnar, byltingar og hæfileikans til að brjóta af sér takmarkanir og koma upp á yfirborðið með frelsistilfinningu. Í Nautinu stjórnar það her, stríði, lögum, bankakerfum, vísindum, náttúru og fegurð. Nautið er þrjóskast og ónæmast fyrir breytingum - hittir plánetuna Uranus sem krefst þess og vill brjóta upp gömul kerfi. Uppúr þessum hugmyndum og pælingum fæddist hljóðheimur sigga0lafsonar. Á tónleikunum í mengi mun Siggi sýna vídeóverk unnin við tónlist af Lost at War.

https://moatun7.bandcamp.com/album/moa116-lost-at-war

෴ Síðasta áratuginn hefur Alfreð Drexler verið huldumaður sem starfar á bak við tjöldin sem pródúsant í rapp- og raftónlistarheiminum. Hann steig fram á síðasta ári með fyrstu sólóplötu sína, Drexler's Lab. Þar ægir saman trip-hop og downtempo, trap, ambient og IDM.
Drexler's Laboratory kom út hjá Heavy Knife, útgáfufyrirtæki Drexlers og Lord Pusswhip. Drexler og Pusswhip eru einnig samstarfsmenn í Psychoplasmics, sem fylgjendur grasrótarsenunnar og SoundCloud grúskarar ættu að þekkja.

https://alfreddrexler.bandcamp.com/album/drexlers-lab

KRAUMSVERÐLAUNIN
Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Alls hafa hátt í áttatíu listamenn og hljómsveitir hlotið Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferlinum.

෴ ෴ ෴

[EN]

Mengi and the Aurora Foundation, founder of the Kraumur Award, invite musicians who were nominated or won an award for their excellent albums in 2022 to perform at our venue in Óðinsgata. We are very much looking forward to celebrating their success with the last event in a four-concert-series.

This time Alfreð Drexler and siggi0lafsson will be there!

෴ siggi0lafsson is a alter ego of artist and singer berglind agustsdottir. born of the band bum squats and lo-fi protjeckt dream lover. siggi0lafsson started experimenting more with instrumental electronic music alone (even if here voice comes sometimes into play ) debuting her first show in Berlin at Loophole girls night on 15 may 2018 when there was new moon in Taurus and Uranus the planet of revolution and the unexpected went into Taurus also for the first time in 76 years. this was also siggi0lafsson birth. out of these galactic alignment she seeks her sounds...

෴ For the last decade, Alfreð Drexler has been a shadowy figure operating behind the scenes in Reykjavik’s rap and electronic world. But finally he stepped out of the darkness with his debut solo release, "Drexler’s Lab".
Establishing himself both as an OG and one of the most exciting up-and-coming voices in Iceland’s electronica scene, Drexler’s Laboratory spans a wide range of genres and moods; from trip-hop and downtempo to trap, ambient and IDM. But Drexler constantly keeps it fresh and consistent with a lush, groovy and thoughtful sound. Perfect for your tropical sojourn, late night drive or come-down from the afters.
Drexler’s Laboratory is the second release to come from Heavy Knife, the label owned by Drexler's long-time collaborator Lord Pusswhip. Drexler and Pusswhip are also known for their side-project Psychoplasmics, which inspired many people early on with its DIY attitude, both in the Icelandic underground and the world of internet-savvy SoundCloud goblins.

The house opens at 19:30
The event starts at 20:00
Ticket price is ISK 2,500.
Students, disabled and senior citizens pay ISK 2,000.