Múltítalentið Kristín Anna Valtýsdóttir spilar í Mengi fimmtudagskvöldið 9. nóvember.
Húsið opnar kl. 19:30
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00
Miðaverð er 2.500 krónur.
Hina einu sönnu Kristínu Önnu þarf vart að kynna, en hún hefur verið nokkurs konar hússkáld Mengis frá upphafi.
Hún hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitinni múm árið 1998 en sagði skilið við bandið 2006 og hóf þá að koma fram ein undir nafninu Kría Brekkan. Árið 2015 gaf hún út plötuna Howl sem innihélt spunakennda ambient tónlist hjá tónlistarútgáfu Ragnars Kjartanssonar Bel-Air Glamour Records.
Platan I Must be the Devil kom út hjá plötufyrirtækinu árið 2019 og hlaut Íslensku Tónlistarverðlanin árið 2020 fyrir plötu ársins og plötuumslag ársins, þar sem henni var lýst sem hreinasta galdri.
Kristín samdi tónlistina við kvikmynd Ásu Hjörleifsdóttur, Svar við bréfi Helgu sem vann nýverið til verðlauna á Montral Film Festival.
Tónleikagestir eiga von á töfrandi kvöldstund næsta fimmtudag þar sem Kristín leikur vel valin verk af sinni alkunnu snilld.
෴ ෴ ෴
The multi-talent Kristín Anna Valtýsdóttir will play in Mengi on Thursday evening, November 9th.
Doors open at 19:30
The concert starts at 20:00
Ticket price is 2,500 ISK.
The one and only Kristína Anna hardly needs an introduction, as she has been sort of a house-artist of Mengi's since the beginning.
She began her musical career with the band múm in 1998, but left the band in 2006 and began performing under the name Kría Brekkan. In 2015, she released the album Howl, which contained improvisational ambient music, on Ragnar Kjartansson's music label Bel-Air Glamor Records.
The album I Must be the Devil was released on thar very label in 2019 and won the Icelandic Music Award in 2020 for album of the year and album cover of the year, where it was described as the purest magic.
Kristín composed the score for Ása Hjörleifsdóttir's film, Svar við bréfi Helgu, which recently won an award at the Montral Film Festival.
Concertgoers can expect a magical evening next Thursday in Mengi!