Back to All Events

Borgþór Jónsson | FACES

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

FACES - Tónleikar í Mengi fimmtudaginn 16. nóvember

Borgþór Jónsson er búinn að vera skúffutónskáld í mörg ár þar sem hugmyndir af ýmsum toga hafa safnast saman og gerjast. Nú er kominn tími til þess að bera þær fyrir fjöldann. Tónlistin hefur það eitt sameiginlegt að vera hugsuð sem beð fyrir snarstefjun en að öðru leyti er hún sundurleit. Áhrifa má gæta frá öllum áttum þar sem hljómferlar frá Bach, latin jazz, swing og víkingametall mætast í tónsmíðunum og stundum virðist sem slegið hafi fyrir hjá skáldinu.

Til þess að láta svona graut virka þarf öflugt lið til þess að láta það ganga. Borgþór spilar sjálfur á rafbassa en með honum er frítt föruneyti.

Sævar Helgi Jóhannsson spilar á hljómborð og gefur fallegan tón með ævintýralegri spilamennsku.

Kristófer Hlífar Gíslason mannar rafgítarinn og hljómar jafn vel sem ljúfur atmó-gæji og harður shreddari.

Á bumbur ber Jón G. Breiðfjörð Álfgeirsson og veldur því að hinir hljóðfæraleikararnir smella saman í dásamlegri heild.

Hús opnar kl 19:30.
Tónleikarnir hefjast kl 20:00
Miðverð 3.000 kr.

෴ ෴ ෴

FACES

Borgthór Jónsson has been writing music for many years, where ideas of various kinds have gathered and fermented. Now the fermentation is complete and it’s time to bring these ideas to the masses. The music has one thing in common: It’s conceived as a bed for improvisation, but in other respects it is disjointed. Influences can be felt from all directions, where musical styles ranging from Bach, latin jazz, swing and viking metal meet in the compositions, and sometimes it seems that the composer missed a beat.

In order to make this kind of porridge work, a strong team is needed. Borgthór plays the electric bass himself, but he brings a beautiful entourage with him.

Sævar Helgi Jóhannsson plays the keyboard and sets the tone beautifully with his adventurous playing.

Kristófer Hlífar Gíslason mans the electric guitar and sounds equally good as a sweet atmosphere guy as he does as a hard shredder.

Jón G. Breiðfjörð Álfgeirsson plays drums which leads the other instrumentalists to click together as a wonderful whole.

Doors open at 19:30
The concert starts at 20:00
Entrance fee: 3.000 kr.