„Non Mutually Inclusive 1“ er tónleikainnsetning úr smiðju PAKK Collective sem kannar bæði kima og samliggjandi fleti nútímatónsmíða, myndbandsverka og gjörninga.
Með markvist fjölbreyttu verkavali og vangaveltum um hvað hinn klassískt menntaði hljóðfæraleikari ætti yfir höfuð að leyfa sér að gera á sviði, sækist PAKK eftir að skapa óræða en þó samheldna tónleikaupplifun sem daðrar við mörk hins fáránlega. PAKK býður ykkur uppá klukkutíma langa veislu af tilraunakenndnum hljóð-og sviðsflutningi sem sprottinn er af nagandi þörf meðlima tvíeykisins til að sækja enn dýpra inn í sjálf sín á sviði heldur en klassíska tónlistahringiðan væntir af þeim, og vonandi finna skýr svör við spurningum sem munu að öllum líkindum rísa á tónleikunum, eins og „Var þetta allt og sumt?“ „Var þetta nauðsynlegt?“ „Hver er þessi þriðji á myndbandinu?”
Húsið opnar 19:30
Viðburðurinn hefst kl 20:00
Miðaverð er 2.500 kr.
20% afsláttur fyrir nema, aldraða og öryrkja
PAKK Collective er tilraunakenndur nútímatónlistarhópur sem rekinn er af samstofnendum og listrænum stjórnendum hópsins, þeim Flemming Viðar Valmundssyni harmonikkuleikara, og Ragnari Jónssyni sellóleikara.
PAKK hefur það að markmiði að setja spurningarmerki við birtingarmynd hins akademíska menntaða tónlistarmanns, og að koma betur móts við þverfaglegum kröfum þeirrar tónsköpunar sem á sér nú mikið stað, en birtingarmynd hópsins er sveigjanleg af stærð og kunnáttu allt eftir hentisemi þeirra verkefna sem hópurinn velur að taka að sér. PAKK hefur sérstakt dálæti á að flytja verk sem ögra rótgrónum hugmyndum um hljóðfæraþjálfun, og verkum sem leggja áherslu á endursamhengi gjörninga-, innsetningar- og hugmyndalistar innan ramma tónlistarinnar.
PAKK Collective
Flytjendur: Flemming Viðar Valmundsson, Ragnar Jónsson
Hljóð og tækni: MICHAELBRAILEY
෴ ෴ ෴
"Non Mutually Inclusive #1” is a concert installation from PAKK Collective that explores both the edges and adjacent surfaces of contemporary compositions, installation and performance art. With a purposefully diverse selection of works and speculations about what the classically trained instrumentalist should and should not do on stage, PAKK aims to create a nonsensical yet cohesive feeling concert experience that flirts with the boundaries of the absurd. PAKK invites you to an hour-long feast of experimental sound and stage performances begotten from the duo's nagging desire to reach even deeper into themselves on stage than their academically informed music circle expects of them, and hopefully find clear answers to questions that will likely to arise during the concert, such as "Was that all?”, "Was this necessary?”, and "Who is that third person in the video?”.
PAKK Collective (IS/DK) is a flexible line-up contemporary music group administered by co-founders and artistic directors Flemming Viðar Valmundsson and Ragnar Jónsson. An ever-changing constellation of performers with Jónsson and Valmundsson at its centre, PAKK aims to question the roles and manifestations of the academically/classically educated music performer. They perform works that challenge established notions of instrumental training, focusing on recontextualizing performance- and conceptual arts within the framework of music.
PAKK Collective
Performers: Flemming Viðar Valmundsson, Ragnar Jónsson
Sound engineering & tech: MICHAELBRAILEY
Doors at 19:30
Starts at 20:00
Tickets: 2500 ISKR,
20% discount for students, seniors and disabled