VÍDEÓVERKASÝNING BENNA HEMM HEMM & THE MELTING DIAMOND BAND
Leikstjórn: Helgi Örn Pétursson
Upplýsingar um verkið: Flying Messiaen / Foxy Cha Cha er myndband sem Benedikt H. Hermannsson óskaði eftir frá Helga Erni Péturssyni fyrir tvö verk af annarri plötunni í útgáfuseríu Mengis og Benna Hemm Hemm & the Melting Diamond Band. Benedikt óskaði eftir dansmyndbandi og Helgi Örn fór út í skóg í Danmörku til að taka upp. Upptökurnar voru þó ekki af dansi heldur trjám, endalaus tré sem halda athyglinni á dularfullan hátt, þangað til áhorfandinn áttar sig á að þetta er í raun dansmyndband þar sem áhorfandinn er sá sem dansar.
Benni Hemm Hemm & the Melting Band og Mengi hafa gefið út fjórar plötur saman. Sú fyrsta, Church / School kom út haustið 2020 og sú nýjasta í röðinni kom út í byrjun þessa árs. Öllum verkunum í þessari seríu fylgir vídeó, sem unnin eru af ýmsum samstarfsmönnum hljómsveitarinnar og Benna Hemm Hemm sjálfum. Öll vídeóin verða sýnd í Mengi laugardaginn 25. mars.
Höfundar verkanna eru Peter Liversidge, Helgi Örn Pétursson, Egill Eyjólfsson, Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson og Benedikt H. Hermannsson.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!
Benni Hemm Hemm premieres new music video as part of the New Narratives program at Stockfish!
Flying Messiaen and foxy cha cha by Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band.
Dir. Helgi Örn Pétursson
Dagskrá / Program:
12:15 Church
12:50 School
13:30 Flying Messiaen / Foxy Cha Cha
14:00 Calypso / Mass
14:30 Lofa hefil
14:35 Fæðing
14:55 Þurfti en gat ekki
15:20 Morning
15:30 Weeekend
15:40 Fark
15:50 Af hverju er þessi göng svona löng? / Why is this thong so long?
16:10 Fleet
Admission is free and everybody is welcome!