Back to All Events

Vorgambur | Tvíund

  • Mengi 2 Óðinsgata 101, Reykjavík Iceland (map)

Tvíund leikur sér með andstæður á þessum tónleikum. Annars vegar verðum við í “núinu”, spinnum tónlist með raffiðlu, rödd og hljómborði. Hins vegar leikum við svo upptökur; Guðrún ætlar að halda upp á úgáfu á raftónlistarverkum sem koma út 31. mars og flytur verkin af bandi við eigið myndefni. Síðan frumsýnir Tvíund myndrænt efni við upptöku af flutningi þeirra á verkinu Himbrimun frá Salnum 2021.

Tvíund samanstendur af tveimur meðlimum; Guðrún Edda Gunnarsdóttir er söngvari, hljómborðsleikari og raftónskáld, Ólöf Þorvarðsdóttir er fiðluleikari hjá Sínfóníuhljómsveit Íslands. Saman stofnuðum við Tvíund árið 2017 og höfum haldið tónleika í Mengi, á Hólum í Hjaltadal, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði og í kirkju Óháða safnaðarins. Tvíund leggur aðaláherslu á spuna. Hver flutningur verður einstakur og er öðruvísi upplifun fyrir okkur - alltaf. Þetta gefur okkur meira frelsi og stuðlar að persónulegri og dýpri tjáningu. Áhorfendur gefa okkur með nærveru sinni og orku eitthvað nýtt til að skapa í núinu.

Húsið opnar kl 19.30
Tónleikar hefjast kl 20.00
Miðaverð er 3000 kr

Tvíund plays with contrasts in this performance. On the one hand we are staying in the “now”, improvising with electric violin, voice and keyboard. On the other hand we will play recordings; Guðrún is going to celebrate her new album Kvers? that is available on Spotify March 31st and will play them with visuals. Then Tvíund is going to premiere a video to a recording of their performance of the piece Himbrimun (Salurinn 2021).

Tvíund consists of two musicians: Guðrún Edda Gunnarsdóttir is a singer, keyboard player and electronic music composer, Ólöf Þorvarðsdóttir is a violin player with the Icelandic Symphony. Together we founded Tvíund in 2017 and have performed in Mengi, Hólar í Hjaltadal, Siglufjörður Music Festival and in the Church of the Independent Parish. Tvíund focuses mainly on improvisation. Each performance becomes unique and is a different experience for us - always. This gives us more freedom and makes the musical expression deeper and more personal. The audience gives us with their presence and energy something new to create in the “now”.

House opens 7.30PM
Concert starts 8.00PM
Admission is 3000 ISK